Haldið er upp á alþjóðlegan dag stærðfræðinnar föstudaginn 14. mars 2025. Dagsetningin er engin tilviljun því hún tengist tölunni pí (3,14) sem er eitt þekktasta tákn stærðfræðinnar.
Þemað í ár er stærðfræði, listir og sköpun (e. Mathematics, art, and creativity). Stærðfræði og listir hafa verið samofin í gegnum tíðina. Hvort sem um ræðir samhverfur í náttúrunni, gullinsnið í myndlist, endurtekningu og mynstur í tónlist eða reiknirit í tölvulist er hægt að sjá hvernig stærðfræðileg hugsun mótar sköpun í margvíslegu formi. Í gegnum tíðina hafa listamenn nýtt stærðfræðileg hugtök til að skapa heillandi verk og á sama tíma hefur stærðfræðin krafist sköpunar þegar kemur að lausnaleit og nýjum uppgötvunum. (tekið af flatarmál.is)
Við látum nokkrar svipmyndir frá þessum degi fylgja með