Miðvikudaginn 8. nóvember var haldinn Dagur gegn einelti og af því tilefni hittust vinabekkir skólans og unnu saman ýmis verkefni. Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og voru verkefnin miðuð að því. Voru vinaböndin treyst á ýmsan hátt í leikjum, með söng og föndri.