Refaverkefni í 4. bekk.

Nemendur teiknuðu mynd af ref, notuðu svo tæknina til þess að taka mynd og gefa refnum sínum “líf”. Afraksturinn var svo tekinn saman í stuttu myndbandi.

3. bekkur kynnir verkefni um trúarbrögð.

Föstudaginn 17. maí var 3. bekkur með “opna skólastofu” þar sem nemendur og starfsfólk gátu komið við og skoðað og fengið fræðslu um helstu trúarbrögð heimsins. Krakkarnir sýndu húsin sín, glærukynningar og fleiri verkefni sem þau höfðu unnið í hópum, hver hópur með sitt trúarbragð.

Golfkennsla fyrir nemendur

Golfklúbbur Borgarness í samstarfi við íþróttakennara skólans buðu nemendum skólans í golfkennslu föstudaginn 10. maí sl. Hverju stigi var skipt upp í hópa þar sem farið var yfir mismunandi grunnþætti og öryggi í golfi. Allir fengu að prófa “Drive” í básunum, “chippur” á æfingasvæðinu og “pútt” á púttvellinum undir handleiðslu íþróttakennara og fulltrúa golfklúbbsins. Það sáust glæsilegir taktar og greinilega …

IÐN – unglingastig

IÐN er hluti af vali í unglingadeild og nú í vetur, líkt og áður, hefur skólinn verið í samstarfi við nokkur fyrirtæki í bænum sem nemendur geta valið um að heimsækja einu sinni í viku, klukkutíma í senn í 7 – 8 vikur. Markmið verkefnisins er að nemendur kynnist fjölbreytileika iðngreina, þjálfi verkkunnáttu sína og fái verknám á vinnustað. Við …

Besta barnabókin 2023

Kosið um bestu barnabókina. Fyrir páska bauðst nemendum í 2.- 7. bekk að taka þátt í kosningu á bókasafninu. Kosið var um bestu barnabók ársins 2023. Kosningin er hluti af verkefninu Sögur-bókaverðlaun barnanna sem nær til allra barna á landinu. 174 atkvæði voru greidd af 75 nemendum og skiptust á 42 ólíka titla. Það er greinilega mikill fótboltaáhugi í okkar …

7. bekkur um sundin blá

Sjöundi bekkur í Grunnskólanum í Borgarnesi brá sér í betri fötin og skellti sér til Reykjavíkur þriðjudaginn 30. apríl í boði Faxaflóahafna. Okkur var boðið í sjóferð um sundin blá, en það er fræðsluferð sem grunnskólabörnum er boðið í. Okkur til mikillar ánægju breyttist ferðin óvænt því á vegi okkar sáum við hrefnur fyrir utan höfnina sem vakti mikla kátínu …

Skólaheimsókn frá Tékklandi

Samstarfsskólinn okkar er Základní Skola Karla Jerábka, í bænum Roudnice nad Labem í Tékklandi. Vikuna 22. – 26.apríl sl. voru fimmtán nemendur þaðan í heimsókn hér í skólanum, ásamt aðstoðarskólastjóra og tveimur kennurum. Nemendur í 8. og 9.bekk, sem hafa í vetur verið í valgreininni „Erlent samstarf“ voru gestgjafar þeirra hér, ásamt náttúrufræðikennara og verkefnisstjóra. Dásamlegt veður og hressandi verkefni …

Opinn dagur 2. maí.

Þann 2. maí var Opinn dagur í grunnskólanum og var gestum og gangandi boðið að kíkja við og sjá hvað um er að vera í skólanum. Bekkirnir voru með ýmsa viðburði á meðan á opnuninni stóð og var 9. bekkur með kaffisölu ásamt því að selja þær vörur sem þau hönnuðu og framleiddu í nýsköpun í vetur. Allur ágóði sölunnar …

Kiwanis afhendir hjálma

Halldór Jónsson, Sæmundur Óskar Ólason og Kristján Pétursson frá Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi komu færandi hendi í dag og gáfu öllum nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálm, buff og endurskinsmerki. Með þeim í för var Hildur Karen Aðalsteinsdóttir kennari og fór hún yfir það með krökkunum hvernig á að stilla hjálminn á sig og mikilvægi þess að hafa alltaf hjálm þegar …