Litla upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin í gær. Keppendur stóðu sig mjög vel. Þeir lásu ljóð að eigin vali og kafla úr bókinni „Af hverju ég ?“ eftir Hjalta Halldórsson. Í 1. sæti varð Heiðrún Inga Jóngeirsdóttir, í 2. sæti Lísa Camila Carneiro Valencio, í 3. sæti Reynir Antonio Þrastarson og í 4. sæti Timoté Chaverot. Dómarar voru Finnbogi …
3. bekkur og himingeimurinn.
Byrjendalæsi – 3. bekkur – himingeimurinn Nemendur 3. bekkjar hafa að undanförnu verið að fræðast um himingeiminn og vinna fjölbreytt verkefni sem samþættist við íslensku, náttúrfræði, samfélagsfræði og upplýsingamennt. Áherslan var á lesskilning, ritun, kyn orða, eintölu og fleirtölu. Verkefnin voru unnin í anda byrjendalæsis og voru ýmist hópa-, para- eða einstaklingsverkefni. Einstaklingsverkefnin voru unnin í stöðvavinnu þar sem …
Árshátíð – undirbúningur (myndir)
Síðustu tvær vikur hafa nemendur verið að undirbúa og æfa fyrir árshátíð skólans sem fór fram í Hjálmakletti í gær. Það er mikil vinna sem fer fram fyrir svona sýningu og hafa allir einhverju hlutverki að gegna þó svo það fari kannski lítið fyrir þeim á sjálfu sýningarkvöldinu. Takk kærlega allir sem gáfu sér tíma til að koma og horfa …
Árshátíð – miðstig (Video)
Þá er komið að síðasta myndbandinu frá undirbúningnum fyrir árshátíðina. Hér er það miðstigið, 5. – 7. bekkur. Árshátíð – miðstig
Árshátíð – yngsta stig (Video)
Þau detta hér inn myndböndin af undirbúningnum fyrir árshátíðina. Hér fáum við að svipast inn í undirbúninginn hjá yngsta stiginu. Árshátíð – yngsta stig.
Árshátíð – unglingastig (Video)
Nú er undirbúningur fyrir árshátíðina í fullum gangi. Tæknimenn sjá um að skrásetja allt það sem fer fram í undirbúningnum og setja það svo saman fyrir okkur í stutt myndband. Endilega kíkið á linkinn hér fyrir neðan. Það stefnir allt í góða sýningu. Undirbúningur fyrir árshátíð
Maxímús Músíkús
Fimmtudaginn 7. mars bauð Sinfóníuhljómsveit Íslands í samvinnu við Borgarbyggð öllum börnum í 1. 2. og 3. bekk grunnskóla og tveimur elstu árgöngum í leikskólum Borgarbyggðar á tónleika í Íþróttahúsinu í Borgarnesi. Þar léku þau fjölbreytt efni og leiddi Maxímús Músíkús tónleikana. Frábær skemmtun og voru allir glaðir og kátir. Takk fyrir okkur.
Líffæraverkefni
Krakkarnir í 6. bekk eru þessa dagana að vinna verkefni um líffærin í mannslíkamanum. Þetta er samþættingarverkefni þar sem vinnan fer fram í list- og verkgreinum og náttúrufræði með áherslu á íslensku. Þau byrja á því að skipta sér í 1-3 manna hópa og velja sér svo það líffæri sem þau vilja vinna með. Þar sem verkefnavinnan endar með básakynningu …
Húllahringir að gjöf
Nemendur í 2. bekk gáfu skólanum húllahringi sem þau höfðu verið að búa til í textílmennt en hugmyndina fengu þau í kjölfar umræðna þeirra á milli um skort á útileikföngum í frímínútum skólans. Jóhanna M. Þorvaldsdóttir kennari útvegaði krökkunum efnivið í verkefnið og sáu þau svo um að setja hringina saman og skreyta með rafvirkjateipi en sjálfir húllahringirnir eru gerðir …