Sumarlokun á skrifstofu skólans

Góðan daginn. Skrifstofa skólans lokar þann 21. júní vegna sumarleyfa starfsfólks. Við opnum aftur 6. ágúst kl. 9:00. Skólasetning fer fram 22. ágúst og verður auglýst síðar. Hlökkum til að sjá ykkur í haust.

Lokað 13. júní

Góðan daginn. Skólinn verður lokaður fimmtudaginn 13. júní vegna fundarhalda.

Lokað 6. júní

Góðan daginn. Skólinn verður lokaður í dag, 6. júní, frá hádegi vegna vorferðar starfsmanna. Opnum aftur kl. 10:00 á morgun, föstudag. Hægt verður að nálgast óskilamuni næstu daga í matsal skólans.

Skólaslit 2024

Í dag fóru fram skólaslit hjá 1. – 9. bekk og var hátíðin haldin í Skallagrímsgarði. Krakkarnir marseruðu frá skólanum niður í Skallagrímsgarð undir góðum trommutakti og fóru svo í ratleik og fengu pylsur áður en dagskráin hófst. Dagskráin bauð svo upp á tónlistaratriði og samsöng áður en kynnt var ný stjórn nemendafélagsins og fram fór afhending einkunna. Takk fyrir …

3. bekkur í Litlu-Brákarey

Nemendur 3. bekkjar ásamt kennurum gengu út í Litlu Brákarey í fylgd Finnboga Rögnvaldssonar. Þar fengu krakkarnir að upplifa fuglalífið og skoða æðarvarpið.

Þau tóku til hendinni.

Vikuna 13. – 17. maí síðastliðinn var hreinsivika hjá okkur í skólanum. Tiltektardagurinn okkar ,,Tökum til hendinni“ er eitt af þeim verkefnum sem við höfum tekið okkur fyrir hendur á vorin og felst í því að hreinsa nánasta umhverfi skólans. Svæðinu er þá skipt niður á milli bekkja og skipuleggja nemendur og kennarar hvernig þau munu vinna þetta verk. Þau …

Refaverkefni í 4. bekk.

Nemendur teiknuðu mynd af ref, notuðu svo tæknina til þess að taka mynd og gefa refnum sínum “líf”. Afraksturinn var svo tekinn saman í stuttu myndbandi.

3. bekkur kynnir verkefni um trúarbrögð.

Föstudaginn 17. maí var 3. bekkur með “opna skólastofu” þar sem nemendur og starfsfólk gátu komið við og skoðað og fengið fræðslu um helstu trúarbrögð heimsins. Krakkarnir sýndu húsin sín, glærukynningar og fleiri verkefni sem þau höfðu unnið í hópum, hver hópur með sitt trúarbragð.

Golfkennsla fyrir nemendur

Golfklúbbur Borgarness í samstarfi við íþróttakennara skólans buðu nemendum skólans í golfkennslu föstudaginn 10. maí sl. Hverju stigi var skipt upp í hópa þar sem farið var yfir mismunandi grunnþætti og öryggi í golfi. Allir fengu að prófa “Drive” í básunum, “chippur” á æfingasvæðinu og “pútt” á púttvellinum undir handleiðslu íþróttakennara og fulltrúa golfklúbbsins. Það sáust glæsilegir taktar og greinilega …

IÐN – unglingastig

IÐN er hluti af vali í unglingadeild og nú í vetur, líkt og áður, hefur skólinn verið í samstarfi við nokkur fyrirtæki í bænum sem nemendur geta valið um að heimsækja einu sinni í viku, klukkutíma í senn í 7 – 8 vikur. Markmið verkefnisins er að nemendur kynnist fjölbreytileika iðngreina, þjálfi verkkunnáttu sína og fái verknám á vinnustað. Við …