Píluval

Nemendum, á unglingastigi, Grunnskólans í Borgarnesi bauðst tækifæri á að velja pílu sem valgrein í vali á þriðja misseri. Kennslan fór fram í pílusalnum á Grillhúsinu í Borgarnesi. Nemendur lærðu helstu grunnatriði pílunnar, svo sem kasttækni, og var einnig farið yfir leikreglur og stigakerfi.
Í bland við hefðbundna pílu voru spilaðir skemmtilegir píluleikir t.d. cricket, klukka og morðingi.

Í seinustu tveimur tímum valsins var haldið hraðmót. Þar sáust glæsilegir taktar og ljóst er að margir efnilegir píluleikmenn eru innan veggja skólans.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af þessu vel heppnaða vali.