Vikuna 13. – 17. maí síðastliðinn var hreinsivika hjá okkur í skólanum. Tiltektardagurinn okkar ,,Tökum til hendinni“ er eitt af þeim verkefnum sem við höfum tekið okkur fyrir hendur á vorin og felst í því að hreinsa nánasta umhverfi skólans. Svæðinu er þá skipt niður á milli bekkja og skipuleggja nemendur og kennarar hvernig þau munu vinna þetta verk. Þau höfðu svo þessa viku til að klára svæðið sitt.