Þemadagar voru haldnir á Hvanneyri síðasta miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Unnið var með Leiðtogann í mér, Réttindaskólann og Grænfánann. Farið var í skemmtilegar umræður um fyrirmyndir, hæfileika, áhrifahringinn, hvað er að vera leiðtogi og margt fleira í þeim dúr. Beta fór með öllum nemendum í vinnu með Réttindaskólann og Björk vann með þeim Grænfánaverkefni. Mjög skemmtilegir dagar.