Nemendur í 4. og 5. bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar skelltu sér í Skauta- og menningarferð þann 8. mars. Sameinuðust nemendur allra deilda í rútu og keyrðu saman til Reykjavíkur. Þar fór 5. bekkur í Vísindasmiðju HÍ þar sem þau fengu að prófa fjölbreytta hluti tengdum vísinum. 4. bekkur fór á Þjóðminjasafnið þar sem þau skoðuðu gamla muni og kynntu sér íslenska þjóðhætti – það sem stóð þó upp úr var að þau fengu að handleika lykilinn að skápnum úr Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Að loknum þessum heimsóknum var farið í Skautahöllina í Laugardal þar sem nemendur nærðust á pizzum áður en þau skelltu sér á skauta.
![](https://dev.borgarbyggd.is/gbf/wp-content/uploads/sites/6/2023/10/0506EE5C-4E1C-474B-9ABD-20ABA5DA104C-1200x900.jpeg)