Dans og félagsfærni með Jóni Pétri

Vikuna 5.-9.september var Jón Pétur danskennari með dans- og félagsfærnikennslu í öllum deildum skólans. Kennt var á öllum stigum í misstórum hópum. Jón Pétur leggur mikla áherslu á félagsfærnina á námskeiðum sínum og notar hann dansinn og hreyfileiki til að ná markmiðum sínum með nemendum. Í lokin blandaði hann svo aldurshópum saman og voru yngstu og elstu nemendurnir saman. Hann gaf nemendum góðan vitnisburð og sagði ánægjulegt að vinna með þeim og sjá hve vel þeir lögðu sig fram.