Vetrarfrí

Mánudaginn 26. febrúar og þriðjudaginn 27. febrúar er vetrarfrí í Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólinn hefst aftur miðvikudaginn 28. febrúar.

Textílmennt hjá 4. bekk K

Nemendur í 4. bekk á Kleppjárnsreykjum ófu þessi veggteppi á litla vefstóla í texílmennt. 

3D prentun á Kljr

Nemendur í 5.-6. bekk á Kleppjárnsreykjum bjuggu til lyklakippur og nafnspjöld í Tinkercad og prentuðu svo út í 3D prentaranum.  

Myndmennt á Varmalandi

Nemendur í 3.- 4. bekk eru að vinna myndasögu sem er í sex hlutum. Sumir nemendur völdu að vinna myndasögu út frá Bróðir minn ljónshjarta en þá sögu voru þau að lesa með umsjónarkennara sínum fyrir áramótin. Aðrir eru að gera sögu að eigin vali.

Snjórennibrautagarður á Hvanneyri

Krakkarnir á Hvanneyri hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að gerð snjórennibrautagarðs í snjóhrúgunni sem myndast þegar snjónum er rutt af götum og plönum. Þar eru 10 rennibrautir, heitur pottur, karla-, kvenna– og transklefi, bar og fleira sem er nauðsynlegt í snjórennibrautagörðum. Mikil vinnusemi og gleði í frímínútum. 

Söngvarakeppni GBF

Mánudaginn 29. janúar var haldin forkeppni Söngvarakeppni GBF þar sem tóku þátt 43 nemendur nemendur frá 4. – 10. bekk. Atriðin voru samtals 23 á mánudeginum og því var haldin forkeppni. Það voru 16 atriði sem komust síðan áfram í aðalkeppnina sem haldin var þriðjudagskvöldið 30. janúar. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru kynnarnir Alex, Birna og Ólöf …

Þemadagar á Kleppjárnsreykjum

Dagana 24. – 26. janúar voru þemadagar á Kleppjárnsreykjum. Unnið var með stefnur skólans; heilsueflingu, útinám, Grænfána, leiðtogann í mér og Réttindaskólann. Ýmis verkefni voru á hverri stöð eins og þrautalausnir, spil, hnitsetning staða í héraði, litir í umhverfinu og borðtennis. Nemendum var skipt upp í hópa þvert á aldur og var ánægjulegt að sjá hve allir nutu sín í …

Þemadagar á Hvanneyri

Þemadagar voru haldnir á Hvanneyri síðasta miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Unnið var með Leiðtogann í mér, Réttindaskólann og Grænfánann. Farið var í skemmtilegar umræður um fyrirmyndir, hæfileika, áhrifahringinn, hvað er að vera leiðtogi og margt fleira í þeim dúr.  Beta fór með öllum nemendum í vinnu með Réttindaskólann og Björk vann með þeim  Grænfánaverkefni. Mjög skemmtilegir dagar.