Kaffihús á Hvanneyri

1.desember ár hvert bjóða nemendur Hvanneyrardeildar sínu nánasta fólki á kaffihús. Býðst gestum að kaupa súpu, brauð og smákökur. Nemendur þjóna til borðs á meðan gestir láta fara vel um sig í notalegu umhverfi. Í ár saumuðu nemendur 5. bekkjar fjölnota jólapoka og seldu til styrktar góðu málefni. Efnið sem nýtt var í pokana voru gamlir dúkar og gardínur sem staðarbúar færðu skólanum.

Nemendur buðu einnig upp á hátíðleg söngatriði við mikið lof áheyrenda.