Þriðjudaginn 16. mars kom skólahópur frá Hraunborg í heimsókn á Varmaland. Venjan hefur verið sú að 5. bekkur fari í leikskólann og lesi fyrir skólahópinn þar en ákveðið var að bregða út af vananum og því kom skólahópurinn í heimsókn þetta sinnið. Fyrst kíktu þau við hjá 1. og 2. bekk og tóku þátt í vali áður en þau fóru inn á miðstig til Ásu kennara og 5. bekkjar í lestrarstund. Heimsóknin tókst vel til og fóru allir saman í frímínútur áður en skólahópurinn hélt aftur upp á Bifröst.