Teiknival á Kleppjárnsreykjum

Nemendur í teiknivali á Kleppjárnsreykjum byrja alla tíma á hraðateikningum.  Í desember urðu jólalög fyrir valinu þar sem nemendur fá eina mínútu fyrir hvern ramma. 

Samsöngur á Kleppjárnsreykjum

Föstudaginn 1. desember var dagur tónlistarinnar og af því tilefni var eflt til samsöngs á landinu öllu. Nemendur á Kleppjárnsreykjum lögðu sitt af mörkum við sönginn og mættu þau öll í matsalinn og tóku þátt í átakinu. Sungið var lagið Það vantar spýtur eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur en hún varð 70 ára á þessu ári. Nemendur sungu með mikilli upplifun og …

Upplestur í Brún

Undanfarin ár hefur Félag eldriborgara í Borgarfirði boðið nemendum úr Grunnskóla Borgarfjarðar að koma og flytja upplestur fyrir gesti.  Iðulega hefur upplesturinn verið í kringum dag íslenskrar tungu en að þessu sinni var farið 29. nóvember.  Frá Hvanneyri fóru þeir Kiljan Kormákur og Indriði Björn, nemendur úr 5. bekk. Frá Kleppjárnsreykjum komu Ólafur Fannar, Atli og Emelía Eir nemendur úr 7. bekk og frá Varmalandi komu Hrafnhildur úr 3. bekk og  Illia úr 4. bekk.  Allir stóðu sig með mikilli prýði og þökkum við kærlega fyrir boðið í Brún.    

Jólaval á Kleppjárnsreykjum

Nemendur í jólavali fóru og sóttu sér efnivið í jólatré sem þau ætla að setja á veggi skólans í desember.

Kaffihús á Hvanneyri

1.desember ár hvert bjóða nemendur Hvanneyrardeildar sínu nánasta fólki á kaffihús. Býðst gestum að kaupa súpu, brauð og smákökur. Nemendur þjóna til borðs á meðan gestir láta fara vel um sig í notalegu umhverfi. Í ár saumuðu nemendur 5. bekkjar fjölnota jólapoka og seldu til styrktar góðu málefni. Efnið sem nýtt var í pokana voru gamlir dúkar og gardínur sem …

Vinakeðja og föndur á Varmalandi

Föstudaginn 1. desember. Löng hefð er fyrir því í grunnskólanum Varmalandi að hefja aðventuna á kyndilgöngu nemenda upp að kletti og kveikja á jólastjörnunni sem svo lýsir upp skammdegið. Foreldrum var boðið með í gönguna og var fjölmennt. Þegar kveikt hafði verið á stjörnunni sungu nemendur og foreldrar nokkur jólalög og renndu sér svo til baka í skólann, þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Þar tóku nemendur lagið fyrir foreldra og sungu jólalög á íslensku og úkraínsku. Foreldrar fylgdu svo nemendum á hinar ýmsu föndurstöðvar í skólanum og nutu samverunnar fram að hádegi.  Góður dagur og góð byrjun á aðventunni.       

Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

Það er hefð fyrir því í Kleppjárnsreykjadeild skólans að minnast þess í mesta skammdeginu að innan skamms mun birta á ný. Á meðan notum við ljós utan á byggingum og í gluggum til að lýsa upp umhverfið okkar. Nemendur safnast saman úti í skólaportinu og öll ljósin eru slökkt en kveikt á nokkrum kertum. Ljóðið Hátíð fer að höndum ein er flutt af nemendum unglingastigs og svo syngja allir saman nokkur lög. Í lokin fara yngsti og elsti nemandi deildarinnar og kveikja á ljósaseríum sem nú prýða skólann og tréð sem er í portinu. 

Snjórinn er kominn

Snjórinn gladdi nemendur okkar þegar hann lét sjá sig þetta skólaárið. Nemendur nýttu tækifærið til þess að renna sér í brekkum, leika sér og gleðjast.

3D bókamerki

Nemendur 7. bekkjar á Kleppjárnsreykjum teiknuðu  lyklakippur í forritinu tinkercad og prentuðu í 3D prentara.