Nemendur í 3.- 4. bekk eru að vinna myndasögu sem er í sex hlutum. Sumir nemendur völdu að vinna myndasögu út frá Bróðir minn ljónshjarta en þá sögu voru þau að lesa með umsjónarkennara sínum fyrir áramótin. Aðrir eru að gera sögu að eigin vali.
Snjórennibrautagarður á Hvanneyri
Krakkarnir á Hvanneyri hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að gerð snjórennibrautagarðs í snjóhrúgunni sem myndast þegar snjónum er rutt af götum og plönum. Þar eru 10 rennibrautir, heitur pottur, karla-, kvenna– og transklefi, bar og fleira sem er nauðsynlegt í snjórennibrautagörðum. Mikil vinnusemi og gleði í frímínútum.
Smíði á Kleppjárnsreykjum
Nemendur í 2.og 3. bekk á Kleppjárnsreykjum gerðu þessar fínu klukkur í Hönnun og smíði.
Söngvarakeppni GBF
Mánudaginn 29. janúar var haldin forkeppni Söngvarakeppni GBF þar sem tóku þátt 43 nemendur nemendur frá 4. – 10. bekk. Atriðin voru samtals 23 á mánudeginum og því var haldin forkeppni. Það voru 16 atriði sem komust síðan áfram í aðalkeppnina sem haldin var þriðjudagskvöldið 30. janúar. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru kynnarnir Alex, Birna og Ólöf …
Þemadagar á Kleppjárnsreykjum
Dagana 24. – 26. janúar voru þemadagar á Kleppjárnsreykjum. Unnið var með stefnur skólans; heilsueflingu, útinám, Grænfána, leiðtogann í mér og Réttindaskólann. Ýmis verkefni voru á hverri stöð eins og þrautalausnir, spil, hnitsetning staða í héraði, litir í umhverfinu og borðtennis. Nemendum var skipt upp í hópa þvert á aldur og var ánægjulegt að sjá hve allir nutu sín í …
Þemadagar á Hvanneyri
Þemadagar voru haldnir á Hvanneyri síðasta miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Unnið var með Leiðtogann í mér, Réttindaskólann og Grænfánann. Farið var í skemmtilegar umræður um fyrirmyndir, hæfileika, áhrifahringinn, hvað er að vera leiðtogi og margt fleira í þeim dúr. Beta fór með öllum nemendum í vinnu með Réttindaskólann og Björk vann með þeim Grænfánaverkefni. Mjög skemmtilegir dagar.
Þemadagar á Varmalandi
Þemadagar voru haldnir 24. – 26. janúar á Varmalandi þar sem yfirþemað var heilsuefling. Farið var í gönguferð og lært um heilbrigða og óheilbrigða lífshætti. Ræddum um tilfinningar og styrkleika ásamt því að spila saman, gera æfingar og margvíslegar mælingar fyrir heilsuna. Virkilega skemmtilegir dagar með nemendum í 1.-10. bekk sem einkenndust af samvinnu, elju og hjálpsemi.
Bjarni Fritzson
Þriðjudaginn 23. maí kom Bjarni Fritzson og heimsótti nokkra bekki á miðstigi. Hann var kominn til þess að fylgjast með nemendum og skoða hvernig menningin/stemningin var í hópunum. Síðar um daginn var hann með fyrirlestur, kynningu og hópefli fyrir nemendur og foreldra saman þar sem hann fór yfir niðurstöður skoðunar hans. Þetta er liður í því að efla forvarnir ásamt því aðefla góðan bekkjaranda og skapa jákvæða skólamenningu á miðstiginu. Leyfum myndunum að sýna hvernig til tókst.
5. bekkur V las fyrir skólahóp á Hraunborg
Þriðjudaginn 16. mars kom skólahópur frá Hraunborg í heimsókn á Varmaland. Venjan hefur verið sú að 5. bekkur fari í leikskólann og lesi fyrir skólahópinn þar en ákveðið var að bregða út af vananum og því kom skólahópurinn í heimsókn þetta sinnið. Fyrst kíktu þau við hjá 1. og 2. bekk og tóku þátt í vali áður en þau fóru …
Álfabrenna á Hvanneyri
Hefð hefur skapast fyrir því á Hvanneyri að í kringum þrettándann fara nemendur og starfsfólk í kyndlagöngu út í Skjólbeltin ásamt börnum og starfsfólki úr leikskólanum Andabæ. Taka báðir skólarnir jólatrén meðferðis sem þeir söguðu í byrjun desember og kveikja í þeim. Brennan er afar hátíðleg stund þar sem spiluð er þrettándalög og fá allir heitt kakó og smákökur.