Myndmennt

Í myndmennt læra nemendur eina aðferð í þrykki þar sem nemendur  teikna mynd á frauðplast og þrykkja svo með grafíklit?

Heimsókn frá Slökkviliði Borgarfjarðar

Á dögunum kom Bjarni frá slökkviliðinu í sína árlegu heimsókn að hitta nemendur í 3. bekk. Hann fór yfir eldvarnir á heimlum og sýndi nemendum stutta teiknimynd um Brennivarg. Bjarni fór yfir mikilvægi reykskynjara og hvernig fara á yfir batteríin í þeim. Árlega á að fara yfir batteríin og hvetjum við fólk til að gera það. Nemendur voru svo leystir …

Dagur íslenskrar tungu

Mikil sönghefði er á Hvanneyri og tíðkast það að nemendur læri eitthvað fallegt íslensk dægurlag og flytji fyrir samstarfskólana. Að þessu sinni sungu nemendur lagið Kærleikur og tími eftir KK. Við byrjuðum í leikskólanum Andabæ þar sem allar deildir höfðu einni undirbúið atriði og fluttu fyrir áhorfendur að því loknu sungu nemendur grunnskólans og áður en við héldum af stað …

Ljósahátíð í Kleppjárnsreykjum

Í svartasta skammdeginu í lok nóvember safnast nemendur á Kleppjárnsreykjum saman og kveikja á jólaljósunum sem prýða svo skólann til jólaloka.Nemendur af unglingastigi lesa ljóðið Hátíð fer að höndum ein,  nokkur lög eru sungin og svo fara yngsti og elsti nemandi skólans og tendra ljósin .Þetta er hefð sem Ása Hlín kennari kom á fyrir mörgum árum og er haldin …

Upprennandi þingmenn á Varmalandi

Nemendur í 2.-4. bekk í Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar fengu nýverið kynningu á lýðræði í verki þegar þeir unnu skemmtilegt og fræðandi verkefni í tengslum við komandi Alþingiskostningar. Fyrst var nemendum gefin stutt kynning á starfsemi Alþingis og í kjölfarið var rætt um hlutverk þess og mikilvægi. Að því loknu var nemendum skipt í hópa og fengu þeir það verkefni að …

Barnaþing í Þinghamri – GBF Réttindaskóli Unicef

Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar var haldið í Þinghamri á Varmalandi föstudaginn 22.nóvember.Að þessu sinni fékk skólinn afhenta viðurkenningu sem Réttindaskóli Unicef við hátíðlega athöfn. Réttindaráðið, sem er skipað nemendum úr öllum námshópum í skólanum hefur unnið ötullega að því að ná þessu markmiði undir dyggri leiðsögn kennaranna Elísabetar  og Önnu Dísar.  Á þinginu unnu nemendur í hópum þvert á aldur og …

Nemendur lesa fyrir eldri borgara í Brún

Miðvikudaginn 2o. nóvember fóru sjö nemendur frá Grunnskóla Borgarfjarðar í Brún til að lesa þar fyrir eldri borgar á samkomu hjá þeim. Það er nokkuð löng hefð fyrir því að nemendur fari og lesi fyrir eldri borgara í tengslum við dag íslenskrar tungu. Á staðinn mættu þrír nemendur úr 7. bekk á Kleppjárnsreykjum, tveir úr 5. bekk á Hvanneyri og …