Saumaval á Kleppjárnsreykjum

Nemendur í saumavali á Kleppjárnsreykjum saumuðu barnabuxur. Þar lærðu nemendur að taka upp snið, sníða, sauma með overlook vél, skera út í vínilskera og pressa vínil á föt. 

Skólaslit 4. júní

Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar fara fram þriðjudaginn 4. júní Hvanneyri kl. 9:30 í skólanum Kleppjárnsreykir kl. 11:00 í Reykholtskirkju Varmaland kl. 14:oo í Þinghamri

Vortónleikar á Varmalandi

Í dag voru haldnir vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Nemendur spiluðu á fjölbreytt hljóðfæri fyrir foreldra, starfsmenn og aðra nemendur.

Opið hús

Opið hús var hjá Grunnskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 2. maí. Tilefnið var Barnamenningarhátíð Borgarbyggðar og að með þessu vilja nemendur og starfsmenn kynna skólann sinn fyrir fólkinu í kringum sig, foreldrum og samfélaginu. Þónokkrir gestir létu sjá sig gengu um skólann og skoðuðu það sem fyrir augum bar. Nemendur úr Tónlistarskólanum spiluðu á píanó, gítar, ukuleh og sungu. Einnig má benda …

Lúðrasveit í heimsókn á Hvanneyri

            Föstudaginn 19. apríl fengu nemendur Hvanneyrardeildar og leikskólans Andabæjar skemmtilega heimsókn frá Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar. Hljómsveitin lék nokkur lög áður en lagt var af stað í skrúðgöngu um Hvanneyri. Kátt var á hjalla og þökkum við kærlega fyrir þessa frábæru heimsókn.  

Skólahreysti

Keppni í Skólahreysti þetta árið hófst miðvikudaginn 17. apríl í Laugardalshöll.  Krakkarnir í Grunnskóla Borgarfjarðar stóðu sig frábærlega og enduðu í öðru sæti og eiga enn möguleika á að komast í úrslit sem haldin verða í höllinni 25. maí n.k. Þar keppa sigurvegar allra 8 riðlanna og auk þess eru fjögur uppbótarsæti. Keppendur Gbf. voru. Upphífingar / Dýfur : Kristján Karl …

Grænfánaafhending á Varmalandi

Nemendur og starfsmenn Varmalandsdeildar buðu foreldrum, leikskóla og skólaþjónustu og sveitastjórn Borgarbyggðar til hátíðar föstudaginn 19. apríl. Tilefnið var að Landvernd afhenti umhverfisnefnd Varmalandsdeildar glænýjan Grænfána en það er í sjötta sinn sem honum er flaggað á Varmalandi. Nemendur og starfsmenn hafa unnið ötullega að því að efla umhverfismennt í skólanum. Hamingjuóskir með Grænfánann.

Upplestrarkeppni Vesturlands

Upplestrarkeppni Vesturlands var haldin þriðjudaginn 16. apríl í Búðardal en þar kepptu fyrir hönd Grunnskóla Borgarfjarðar Georg Guðnason og Helga Laufey Hermannsdóttir. Allir upplesarar stóðu sig mjög vel og tóku nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar tvö af efstu sætunum en Helga Laufey hreppti annað sætið og Georg þriðja sætið. Frábær árangur hjá þeim.