Þemadagar á Hvanneyri

Þemadagar á Hvanneyri voru haldnir 8. – 10. október síðastliðinn. Unnið var með Fjölgreindakenningu Howards Gardner og voru viðfangsefnin því mjög fjölbreytt. Nemendum var skipt upp í fjóra hópa, þvert á aldursstig, sem þeir unnu með alla þrjá dagana að ólíkum viðfangsefnum sem öll komu á einhvern hátt inn á eitthvert svið kenningarinnar. Samvinna var svo rauði þráðurinn í þessu öllu saman og …

Smiðjuhelgi

Fyrri smiðjuhelgi skólaársins fór fram á Kleppjárnsreykjum dagana 4.og 5.október. Að venju komu nemendur frá Auðarskóla og Reykhólaskóla og tóku þátt í smiðjuvinnunni með nemendum Grunnskóla Borgarfjarðar. Smiðjuhelgi er haldin til að auka fjölbreytni í vali unglinganna í námi og einnig vegna þess að vikuleg stundatafla þeirra er einni kennslustund styttri en reglugerð kveður á um. Að þessu sinni var …

Bátagerð

1-4.bekkur á Kleppjárnsreykjum fékk það skemmtilega verkefni 26. september í útikennslu að vinna tvö og tvö saman að því að föndra sér báta. Bátarnir voru búnir til úr alls konar efnivið sem fannst að mestu inn í eldhúsi s.s. eggjabökkum, dollum, morgunkornspökkum og pappírshólkum.  Bátarnir áttu að uppfylla nokkur skilyrði en þau voru að þeir áttu að fá nafn, geta …

Skólabúðir 9. bekkjar

Vikuna 9.-13. september dvaldi 9. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar í skólabúðum í Vindáshlíð þar sem Jurgen, sem er gjarnan kenndur við Laugar, sér um skipulag og dagskrá. Frá GBF fóru 11 nemendur, ásamt þeim voru nemendur úr samstarfsskólunum á Vesturlandi, Grunnskólanum í Borgarnesi, Auðarskóla, Heiðarskóla og Grunnskólanum á Reykhólum. Nemendum var skipt í 2 hópa, rauða liðið og bláa liðið. Þessir …

Myndmennt á Varmalandi

Hópur 2 sem er í myndmennt á Varmalandi gerði myndverk þar sem þau unnu með grunnlitina og blönduðu 2. stigs liti. Þau unnu líka haustlitaverkefni þar sem þau bjuggu til og máluðu sveppi úr pappa.

Oddsstaðarétt

Á miðvikudaginn fóru nemendur 3. – 5. bekkjar á Hvanneyri í Oddsstaðarétt og höfðu mjög gaman af. Veðurguðirnir voru hliðhollir í réttunum í dag, en það er yfirleitt alltaf gott veður í Oddsstaðarétt. Gleði, kurteisi og mikið hugrekki einkenndi hópinn og allflestir prófuðu að draga kind í dilk. Þær létu nú ekki alltaf vel af stjórn en þetta eru sterkir krakkar og létu …

Miðstigsleikar

Miðstigsleikar voru haldnir í Borgarnesi miðvikudaginn 4. september. Þar komu saman nemendur af miðstigi frá samstarfsskólunum á Vesturlandi og kepptu í knattspyrnu, 60 m. hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Veðrið var fjölbreytt en krakkarnir voru kátir að hittast og etja saman kappi.  

Skólasetning

Skólasetning við Grunnskóla Borgarfjarðar verður fimmtudaginn 22. ágúst 9:30 á Hvanneyri, 11:00 á Kleppjárnsreykjum 14:00 á Varmalandi. Foreldrar mæta með börnum sínum á skólasetningu og að henni lokinni nemendur og foreldrar með umsjónarkennurum inn í skólastofur nemenda.

Skólaslit vorið 2024

Skólaslit eru alltaf hátíðlegur viðburður. Nemendur mæta með foreldrum sínum og hlusta á vel valin orð Helgu Jensínu skólastjóra. Nemendur fengu vitnisburðarmöppurnar sínar afhendar af umsjónarkennurum og viðurkenningar voru veittar fyrir framfarir í lestri. Nemendur sem eru að ljúka grunnskólagöngu sinni og hafa sýnt framúrskarandi árangur fá viðurkenningar. Einnig færir skólinn öllum nemendum sem eru að útskrifast birkitré að gjöf. …

Samstarfsdagur 7.- 9. bekkjar

Þann 28.maí komu nemendur 7.-9. bekkja saman á Varmalandi.  Kennarar þeirra höfðu undirbúið skólastarf dagsins og innifól það íþróttir, útikennslu og ýmis spil. Nemendum var skipt í hópa þvert á aldur sem unnu að verkefnum sínum. Þennan dag voru 10.bekkingar í útskriftarferð sinni svo tilvalið var að þjappa verðandi unglingastigi saman á þennan hátt og þótti það takast með ágætum.