Dagana 17.og 18.október fór fram fyrri smiðjuhelgi þessa skólaárs á Kleppjárnsreykjum. Að venju komu nemendur frá Auðarskóla og Reykhólaskóla og tóku þátt í smiðjuvinnunni. Að þessu sinni var boðið uppá eftirtaldar smiðjur: Eldsmíði, sjálfsvörn, rafvirkjun, fótbolti og björgunarsveit. Þeir sem voru í björgunarsveitarsmiðjunni tóku þátt í landsæfingu björgunarsveita sem fór fram á laugardeginum. Allir nemendur voru sáttir við smiðjurnar og var gaman að fylgjast með þeim í þeirra vinnu. Flestir nemendur gistu svo í skólanum og nutu samverunnar og skemmtu …
Sónatína
Í síðustu viku komu systurnar Hanna Ágústa og Sigríður Ásta Olgeirsdætur ásamt flottum barnakór í heimsókn í skólann. Komu þær með Tónlistarævintýrið Sónatínu í tilefni af Barnó, barnamenningarhátíð Vesturlands. Nemendur skemmtu sér vel á sýningunni og höfðu mjög gaman af.
Berjatínsla og sultugerð
Krakkarnir á Hvanneyrardeild nýttu góða veðrið í byrjun skólans og tíndu sólber, hindber og rifsber í nærumhverfinu. 5. bekkur hjálpaði til við að búa til blandaða berjasultu, setja í krukkur og skreyta þær. Krakkarnir fóru svo öll saman og gáfu eldri borgurum á Hvanneyri sutlukrukku til að gæða sér á í haustveðrinu.
Ævar Þór Benediktsson í heimsókn
Ævar Þór Benediktsson kom í heimsókn í Grunnskóla Borgarfjarðar og hitti nemendur á miðstigi. Hann fór yfir þær bækur sem hann hafði gefið út og sagði svo frá þremur nýjum bókum sem eru væntanlegar á næstu mánuðum. Bækurnar Skólastjórinn, Þín eigin saga Gleðileg jól og Þín eigin saga Piparkökuborgin. Ævar las svo upp úr bókinni Skólastjórinn fyrir nemendur sem var …
Dagur íslenskrar náttúru
Á Degi íslenskrar náttúru gróðursettu nemendur á Hvanneyri birkiplöntur sem þau höfðu fengið að gjöf frá Yrkjusjóði. Margrét Helga Guðmundsdóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands kom í heimsókn og fræddi nemendur og kennara um gróðursetningu trjáplantna og kenndi rétt handtök við það. Allir voru mjög áhugasamir og margir settu niður fleiri en eina plöntu. Við fylgjumst svo bara spennt með plöntunum stækka …
Nemendur fengu að upplifa réttarstörfin
Nemendur við Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandsdeild, fengu að kíkja í Þverárrétt mánudaginn 15. september ásamt kennurum sínum. Þar kynntust þau hefðbundnum sveitastörfum og tóku sjálf þátt í verkinu. Sumir nemendur reyndu fyrir sér við að aðstoða bændur við að draga fé í dilka, á meðan aðrir fylgdust með af áhuga og lærðu um skipulag og framkvæmd réttarstarfanna. Mikil gleði ríkti meðal hópsins og þó að sumum þætti starfið krefjandi, voru allir sammála um aðupplifunin var bæði skemmtileg og fróðleg. Kennarar töldu að ferðin hefði verið dýrmæt reynsla fyrir nemendur, þar sem þeir fengu innsýn í íslenskan búskap, menningu og samfélagslega hefð sem hefur verið hluti af lífinu í sveitum í aldir.
Kvenfélagsgjöf til Varmalandsdeildar
Föstudaginn 12. september síðastliðinn kom formaður Kvenfélags Stafholtstungna ásamt fleiri kvenfélagskonum færandi hendi til nemendanna á Varmaland. Þær færðu skólanum Roland hljómborð sem mun nýtast í söngstundum og fleiri verkefnum. Í tilefni af þessu kom Steinunn Þorvaldsdóttir og spilaði nokkur lög á nýja hljómborðið og nemendur á leikskólanum Hraunborg og Varmalandsdeild tóku vel undir. Skólinn þakkar kærlega fyrir þessa frábæru …
Samfélagslöggan í heimsókn
Samfélagslöggan er forvarnaverkefni Lögreglunnar á Vesturlandi og miðar að því að færa lögregluna nær samfélaginu og styrkja tengsl hennar við ungt fólk sérstaklega. Nemendur í 1. bekk á öllum deildum fengu fræðslu og spurðu mjög flottra spurninga. Einnig fengu nemendur endurskinsmerki gefins frá Björgvini samfélagslöggu. Við þökkum Samfélagslöggunni kærlega fyrir komuna.
Yngsta stigs leikar
Fimmtudaginn 4. september sl. hittust börn úr 1. – 4. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandsdeild. Markmiðið var að kynnast betur, vinna saman og njóta þess að læra um náttúruna í fjölbreyttum verkefnum. Nemendur voru settir í blandaða hópa og unnu ýmis þematengd verkefni tengd náttúrunni. Þar gafst þeim tækifæri til að læra af hvert öðru, spyrja spurninga og uppgötva nýja hluti …
Útikennsla á yngsta stigi á Kljr
Í fyrsta útikennslutíma vetrarins fóru nemendur á yngsta stigi á Kleppjárnsreykjum í sveppatínslu, hópurinn gekk út á Læknistún og hjálpaðist að við að finna og tína mismunandi tegundir sveppa sem fundust á svæðinu. Í kjölfarið tókum við sveppina, skoðuðum þá, bárum saman mismunandi tegundir og skoðuðum svo í víðsjám. Sveppirnir sjálfir og hinir ýmsu íbúar þeirra vöktu mikla lukku …









