Árshátíð Hvanneyrardeildar

Árshátíð Hvanneyrardeildar var haldinn við mikinn fögnuð áhorfenda þriðjudaginn 19. mars. Nemendur sýndu Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Allir nemendur skólans tóku þátt en mikill undirbúningur er búinn að vera undanfarnar vikur. Skólinn breyttist í leikhús en nemendur tóku virkan þátt í að setja upp leiksvið, leiktjöld og hanna  sviðsmynd. Foreldrar komu að búningagerð, aðstoðaði tónlistarskóli Borgarfjarðar við tónlistina …

Maximús

Fimmtudaginn 7. mars var öllum nemendum úr 1.-3. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar boðið á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands að sjá verkið Maximús. Tónleikarnir fóru fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi og komu þar saman nemendur úr öllum leik- og grunnskólum Borgarfjarðar ásamt börnum úr grunnskólum á Akranesi. Tónleikarnir vöktu mikla gleði og hrifningu viðstaddra.  

Skauta- og menningarferð

Þriðjudaginn 5. mars var farið með 4. og 5. bekk til Reykjavíkur í menningarferð. Nemendur í 4. bekk fóru í heimsókn á Þjóðminjasafnið þar sem þau fræddust um landnám og fengu að prófa búninga. 5. bekkur skellti sér í Vísindasmiðju HÍ þar sem þau fengu að prófa og rannsaka fjölbreytta hluti. Að lokum fóru báðir hóparnir í Skautahöllina þar sem …

Tónfundur á yngsta stigi á Kleppjárnsreykjum

Í liðinni viku buðu nemendur 1.-4. bekkjar sem stunda tónlistarnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar bekkjarfélögum sínum á stutta tónleika eða tónfund. Það er liður í tónlistarnámi þeirra að æfa sig í því að spila fyrir áheyrendur. Áheyrendur nutu stundarinnar og fylgdust áhugasamir með þegar spilað var á píanó, gítar og blásturshljóðfæri.  

Útikennsla á Hvanneyri

Í febrúar voru nemendur að læra um farfugla og staðfugla í útikennslu. Það var mikið frost i byrjun mánaðar og því lítið um mat handa staðfuglunum og var því ákveðið að útbúa mat handa fuglunum. Hugmyndina fengum við lánaða frá Varmalandi þar sem þau voru búin að vinna þetta verkefni fyrr á árinu. Nemendur fundu köngla og trjágreinar sem þau …

Útikennsla á Varmalandi

Á fallegum degi var komið að því að nemendur á yngsta stigi á Varmalandi myndu læra hvernig eigi að hegða sér i kringum eld og hvernig eigi að búa til bál. Útbúnir voru ljúffengir vöfflusnúðar sem voru bakaðir yfir eldinum og brögðuðust snúðarnir mjög vel. Nemendur sungu á meðan vöfflujárnin voru að ná upp hita og biðu svo eftir að …

Þorrablót á Hvanneyri

Fimmtudaginn 23. febrúar var þorrablót á Hvanneyri.  Allir nemendur tóku þátt í þorrabingó þar sem þeir voru hvattir til að smakka allan þorramatinn. 4. bekkur var búinn að skrifa annál um það sem gerst hafði frá síðasta blóti og lásu upp fyrir gesti. Hefð er fyrir því að nemendur í 5. bekk geri kennaragrín. Þar sem þeir taka hvern kennara fyrir og leika. Þetta skemmtiatriði vakti mikla lukku og var mikið hlegið.  

Heimilisfræði hjá yngstu á Varmalandi

Nemendur á yngsta stigi á Varmalandi eru í hringekju í heimilisfræði. Þar fá nemendur að spreyta sig á fjölbreyttum bakstri líkt og að baka bollakökur, brauð, smákökur og fleira.

Öskudagur á Hvanneyri

Mikil gleði ríkti á öskudaginn á Hvanneyri. Nemendur gengu á milli stofnanna í búningum sínum og sungu fyrir starfsfólk. Allir tóku vel á móti þeim og fengu þau góðar þakkir fyrir sönginn.