Fjölgreindarleikar voru haldnir á Varmalandi miðvikudaginn 25. október. Í boði voru ýmsar stöðvar í tengslum við fjölgreindirnar. Sem dæmi má nefna tónlistarstöð, baunapokakast, umhverfisstöð, spilastöð, píramýdastöð, tangramstöð og réttindaskólastöð. Að þessu sinni var foreldrum boðið að taka þátt með nemendum og var gaman að sjá þá taka þátt í verkefnunum. Nemendum var blandð í hópa þvert á aldur og foreldrum síðan dreift á hópana. Hóparnir fengu síðan stig eftir hverja þraut og var það hópur 1 sem vann Fjölgreindarleikana.