Í desember fengu nemendur á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum það verkefni í dönsku að kynna sér danska jólamenningu og hefðir. Þau áttu að velja sér hefð eða lag, kynna sér það vel og kynna fyrir öðrum á þann veg sem þeir vildu og fengu því frelsi til að skila á skapandi hátt.
Verkefnið kom mjög skemmtilega út og urðu til Sörur, eplaskífur, jólaglögg og jólakrans, podkast og glærukynningar og þetta fína jólalag sem fylgir fréttinni.
Hópurinn sem bjó til þetta lag valdi danskt jólalag og samdi nýjan texta á dönsku þar sem þau fléttuðu inn nokkrum dönskum jólahefðum inn í textann.