Nýtt hótel að rísa í Lundarreykjadal

mars 12, 2021
Featured image for “Nýtt hótel að rísa í Lundarreykjadal”

Stefnt er að því að opna nýtt hótel á Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal í sumar. Það eru hjónin Hjördís Geirdal og Þórarinn Svavarsson sem standa fyrir þessum framkvæmdum sem hófust á síðasta ári.

Áætluð verklok eru í vor.

Um er að ræða þrettán herbergja hótel, veitingasal og kaffihús.

Það er ánægjulegt að verið sé að opna nýtt hótel í sveitarfélaginu og vonandi fer að birta til í ferðaþjónustunni með aukinni bólusetningu út um allan heim.

Borgarbyggð óskar Hjördísi, Þórarni og fjölskyldu innilega til hamingju.


Share: