Borgarbyggð vill koma á fót Bakvarðasveit fyrir starfsemi Búsetuþjónustunnar í ljósi stöðunnar sem komin er upp í samfélaginu. Það þarf að tryggja áframhaldandi starfsemi fari svo að mikið brottfall verði í hóp starfsmanna en starfsemi Búsetuþjónustunnar gegnir mikilvægu hlutverki í sveitarfélaginu og því er nauðsynlegt að fá aðstoð við að manna störf í búsetukjarnanum.
Félagsþjónustan leitar af einstaklingum sem gætu veitt aðstoð ef slíkar aðstæður koma upp. Er sérstaklega leitað af aðilum sem hafa unnið hjá Búsetuþjónustunni áður eða hafa heilbrigðis- og/eða ummönnunarreynslu.
Aðilarnir þurfa að vera hraustir og geta unnið tímabundin hlutastörf.
Vinsamlegast sendið inn nafn og símanúmer á netfangið vildis@borgarbyggd.is ef þið viljið ganga til liðs við Bakvarðasveitina. Einnig er hægt að hringja í símanúmerið 433-7100.