Erasmus+ verkefni í Grunnskólanum í Borgarnesi

Á núverandi skólaári er Grunnskólinn í Borgarnesi þátttakandi í þremur Erasmus+ verkefnum. Verkefnin eru alfarið unnin á ensku. Tvö verkefnanna eru í samstarfi við vinaskólann okkar í Tékklandi. Þema þeirra er annars vegar Well-being (velferð) og hins vegar 3D printing (þrívíddarprentun). Verkefnið er fyrir nemendur í 9. og 10.bekk. Samstarfið er rafrænt, unnið á eTwinning vefnum, Padlet og á Teams …

Aðventuhátíð Borgarbyggðar

Kæru íbúar, Við viljum þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir að fagna með okkur fyrsta degi í aðventu í Skallagrímsgarði. Dagurinn heppnaðist mjög vel og ljúfur jólaandinn ásamt dásamlegu veðri gerði þetta að einstakri upplifun. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum og gerðu daginn eftirminnilegan. Við vorum svo heppin að Stefan Ryszard Wiktorowski var á svæðinu …

Jólagjöf til starfsmanna Borgarbyggðar – Gjafabréf

Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 10.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda hjá Borgarbyggð gegn framvísun gjafabréfsins.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin frá 3. desember 2022 – 31. mars 2023.

Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að fyrirtækið sé skráð hjá hinu opinbera og sé starfandi í Borgarbyggð.

Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2022.

Skráningafrestur er til 18. nóvember n.k.

Skráning fer fram á netfanginu mannaudsstjori@borgarbyggd.is og nánari upplýsingar gefur Íris Gunnarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri í síma 433-7100.

Borgarbyggð hlýtur jafnlaunavottun til ársins 2024

Borgarbyggð hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85. Vottunin staðfestir að sveitarfélagið uppfyllir öllum viðmiðum lögbundins jafnlaunastaðals og telst launasetning innan Borgarbyggðar vera hlutlaus gagnvart kyni og öðrum óhlutbundnum þáttum