Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir vikuna 23.-29. apríl nk. á eftirfarandi stöðum: · Bifröst · Varmaland · Hvanneyri – BÚT-hús · Kleppjárnsreykir – gryfjan við Litla-Berg. Ef gámar eru að fyllast þá biðjum við ykkur vinsamlegast hafði samband við Gunnar hjá ÍGF í síma 840-5847 Vakin skal athygli á því að gámar eru ekki fyrir úr …
Framkvæmdir við Snæfellsveg og Sólbakka
Á morgun, 2. apríl hefst vinna á endurnýjun lagna undir snæfellsvegi og heim að loftorku. Því verður útbúin hjáleið eins og sést á meðfylgjandi mynd. Um tíma verður vegur einbreiður og umferð ljósastýrð. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og biðjum við ökumenn og aðra að sýna aðgát og fara varlega.
Tilkynning um niðurrif og rafmagnslokun í Brákarey
Vegna fyrirhugaðs niðurrifs á hluta húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey verður rafmagn tekið af tengdum byggingum á svæðinu frá og með 28. mars kl. 13:00. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum alla viðkomandi aðila til að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi muni í húsnæði Borgarbyggðar. Ef fyrirhugað er að fjarlægja muni, er skynsamlegt að losa …
Upphaf framkvæmda við fjölnota íþróttahús í Borgarnesi
Á næstu vikum hefst vinna við byggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi. Fyrstu skref framkvæmda snúa að aðkomu og aðstöðu verktaka á svæðinu, og munu merkingar og girðingar sem afmarka framkvæmdarsvæðið verða settar upp á næstu dögum. Á framkvæmdartíma má búast við aukinni þungaumferð að vinnusvæðinu, sem kallar á auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur. Gangandi umferð um Skallagrímsgötu verður takmörkuð og …
Tilkynning frá Veitum
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust Þorsteinsgata/Borgarbraut þann 06.03.25 frá klukkan 09:00 til klukkan 16:00. Sundlaugin í Borgarnesi mun einnig vera lokuð frá kl. 8:30-16:30. Þreksalurinn er opinn en sturtur eru ekki aðgengilegar. Sjá nánar á heimasíðu Veitna. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessu kann að fylgja. Þjónusturáðgjöf Veitna er opin alla virka daga kl. 9:00 – 16:00 og neyðarsími …
Borgarbyggð – kröfur frá Motus vegna fasteignargjalda fyrir janúarmánuð 2025
Líkt og áður hefur komið fram tók Borgarbyggð upp nýtt bókhaldskerfi í byrjun árs. í kjölfar þess komu upp villur og fengu íbúar margir hverjir sendar tvær kröfur vegna fasteignagjalda. Í ljós hefur komið að ekki hefur tekist að fella niður umræddar kröfur að fullu. Vegna þessa fóru út innheimtukröfur í nafni Borgarbyggðar frá Motus, þar sem þetta er …
Vinna við Birkiklett
Vinna við borun og sprengingar við Birkiklett hefjast á morgun, þann 27. febrúar næstkomandi og áætlað er að vinna standi yfir næstu vikur. Reiknað er með að sprengt verði tvisvar á dag, um kl. 12.00 og 16.00. Settir verða mælar á nærliggjandi hús auk þess sem rætt hefur verið við fólk í fyrirtækjum næst vinnusvæðinu.
Fyrirhugað niðurrif í Brákarey
Fyrirhugað er að hefja niðurrif á hluta húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey í byrjun apríl. Í þessum áfanga er um að ræða hluta gamla sláturhússins og gúanósins (sjá meðfylgjandi mynd). Þeir sem telja sig eiga muni í þessum húshlutum eru hvattir til að bregðast við því sem fyrst. Rétt er að benda á að umgengni án eftirlits um húsnæðið er óheimil, …
Æskilegar bifreiðaleiðir vegna framkvæmda við Borgarbraut 63
Í framhaldi af frétt sem birtist á vefsíðu Borgarbyggðar í gær vill Borgarbyggð, ásamt verktökum og verkefnastjóra vilja benda á meðfylgjandi mynd sem sýnir fram á æskilegar bifreiðaleiðir. Blá leið: Íbúar í Ánahlíð, gestir/aðstandendur heimilisfólks Brákarhlíðar, og starfsfólk Rauð leið: Gestir og starfsfólk heilsugæslunnar Græn leið: Akstursleið að Borgarbraut 65 og 65a Athugið að forgangur er hjá inngangi heilsugæslunnar, forgangurinn felst í …
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63 Vinna er hafin að nýju við uppbyggingu fjögurra hæða fjölbýlishúss við Borgarbraut 63, sem reist er í samvinnu Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar fasteignafélag. Nú stendur yfir jarðvinna, og unnið er að gerð á rampi niður í bílakjallara. Ljóst er að framkvæmdirnar hafa áhrif á aðkomu að Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Brákarhlíð, auk þess sem íbúar …