Vinna við Birkiklett

Vinna við borun og sprengingar við Birkiklett hefjast á morgun, þann 27. febrúar næstkomandi og áætlað er að vinna standi yfir næstu vikur. Reiknað er með að sprengt verði tvisvar á dag, um kl. 12.00 og 16.00. Settir verða mælar á nærliggjandi hús auk þess sem rætt hefur verið við fólk í fyrirtækjum næst vinnusvæðinu.

Fyrirhugað niðurrif í Brákarey

Fyrirhugað er að hefja niðurrif á hluta húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey í byrjun apríl. Í þessum áfanga er um að ræða hluta gamla sláturhússins og gúanósins (sjá meðfylgjandi mynd).  Þeir sem telja sig eiga muni í þessum húshlutum eru hvattir til að bregðast við því sem fyrst. Rétt er að benda á að umgengni án eftirlits um húsnæðið er óheimil, …

Æskilegar bifreiðaleiðir vegna framkvæmda við Borgarbraut 63

Í framhaldi af frétt sem birtist á vefsíðu Borgarbyggðar í gær vill Borgarbyggð, ásamt verktökum og verkefnastjóra vilja benda á meðfylgjandi mynd sem sýnir fram á æskilegar bifreiðaleiðir. Blá leið: Íbúar í Ánahlíð, gestir/aðstandendur heimilisfólks Brákarhlíðar, og starfsfólk Rauð leið: Gestir og starfsfólk heilsugæslunnar Græn leið: Akstursleið að Borgarbraut 65 og 65a Athugið að forgangur er hjá inngangi heilsugæslunnar, forgangurinn felst í …

Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63

Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63 Vinna er hafin að nýju við uppbyggingu fjögurra hæða fjölbýlishúss við Borgarbraut 63, sem reist er í samvinnu Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar fasteignafélag. Nú stendur yfir jarðvinna, og unnið er að gerð á rampi niður í bílakjallara. Ljóst er að framkvæmdirnar hafa áhrif á aðkomu að Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Brákarhlíð, auk þess sem íbúar …

Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi

Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi Þann 20. janúar 2025 var tekið í notkun nýtt bókhaldskerfi hjá Borgarbyggð, í kjölfarið komu upp villur og töf á hinum ýmsu málum tengt bókhaldinu. Hér fyrir neðan er farið yfir tímalínu verkefnisins, þær fréttir sem voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og þau áhrif sem breytingin hafði á þjónustu okkar. Núna er komið að …

Rafmagnslaust verður á Mýrunum þann 18.2.2025 frá kl 11:00 til kl 16:00

Rafmagnslaust verður á Mýrunum þann 18.2.2025 frá kl 11:00 til kl 16:00 vegna fullnaðarviðgerða eftir bilanir 05.02.2025. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Til þeirra sem hafa óskað eftir að fasteignagjöld séu skuldfærð af kreditkortum

Vinsamlega athugið að því miður náðist ekki að taka janúar-gjalddaga fasteignagjalda af kreditkortum á réttum tíma. Þess vegna verða bæði gjalddagarnir í janúar og febrúar skuldfærðir á sama kortatímabili. Janúargjalddaginn er þegar kominn á kortið og febrúargjalddaginn verður færður 17. – 19. febrúar. Við biðjumst velvirðingar á að þetta skuli gerast og skiljum að þetta geti valdið óþægindum.  Jafnframt þökkum við …

Fasteignagjöld – Tvöfaldar kröfur í banka

Fasteignagjöld – Tvöfaldar kröfur í banka Starfsmenn eru enn að ná utan um bilun í kerfum okkar en vonandi verður þetta komið í rétt horf fljótlega. Fasteignaeigendur sem hafa greitt kröfu vegna fasteignagjalda tvisvar og vilja fá endurgreitt eru vinsamlega beðin um að senda tölvupóst á borgarbyggd@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433-7100. Gefa þarf upp nafn, kennitölu og reikningsnúmer sem óskað …

Tilkynning frá Rarik

Rafmagnsbilun er í gangi á Mýrarlínu, búið er að finna staura sem hafa brotnað og lína slitnað. Vegna mögulegra eldinga er vinna bönnuð til kl. 15. Verið er að skipta út vinnuflokk sem búinn er að vinna í alla nótt. Vinna hefst um kl. 15 og vonast er að rafmagn komi á klukkan 20:00. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma …