
Í framhaldi af sýnatöku sem tekin var 11. apríl sl voru íbúar í Hraunhrepp beðnir um að sjóða drykkjarvatn sitt eftir að grunur lék á kólígerlamengun frá vatnsbólinu.
Nú liggur niðurstaða sýnatöku úr vatnsbólinu í Hraunhrepp fyrir og stenst sýnið ekki gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001, vegna kólígerla
Við viljum biðja íbúa á svæðinu að drekka ekki vatnið beint úr krönunum vegna greiningar á E. coli bakteríum í neysluvatninu. Unnið er að frekari rannsóknum og hreinsun vatnskerfisins.
Við hvetjum alla til að:
-
Sjóða allt vatn sem ætlað er til drykkjar, matargerðar og tannburstunar.
-
Nota soðið vatn eða flöskuvatn þar til annað verður tilkynnt.
-
Fylgjast með tilkynningum frá heilbrigðisyfirvöldum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og munum upplýsa um framvindu málsins um leið og nýjar upplýsingar berast.
Hvernig á að sjóða vatnið?
Vatnið þarf að bullsjóða, það þýðir að sjóða í a.m.k. 1 mínútu. Hraðsuðukatlar bullsjóða vatn, en ef örbylgjuofn er notaður þarf að tryggja að vatnið sjóði almennilega.
Fyrir nánari upplýsingar eða aðstoð má hafa samband við þjónustuver Boegarbyggðar í síma 433-7100 eða í netfangið Borgarbyggd@borgarbyggd.is