256. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 12. september 2024 og hefst kl. 16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 256 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér
Mögulegar rafmagnstruflanir á Snæfellsnesi
Komið gæti til rafmagnstruflana á Snæfellsnesi sem verður í eyjakeyrslu frá kl. 07:30 til 18:30 mánudeg til föstudags á tímabilinuna 27. ágúst til 12. september vegna vegna vinnu Landsnes á Vegamótalínu VE1. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Tilkynning frá Veitum
Kæru íbúar Upp hefur komið bilun í hreinsistöð fráveitu á Varmalandi. Vegna bilunarinnar er skólpvatn frá Varmalandi nú leitt framhjá hluta af hreinsibúnaðinum. Skólpvatnið fer nú einungis í gegnum setþró og þaðan út á yfirfall. Yfirfallið rennur í skurð samhliða veginum (sjá mynd). Þetta gerir það að verkum að yfirfallsvatnið er ekki hreinsað nánar eins og í ótrufluðum rekstri. Þetta …
Snjómokstur í Borgarnesi 2024-2026
Snjómokstur í Borgarnesi 2024-2026 Óskað er eftir tilboði í almennan snjómokstur í Borgarnesi 2024 – 2026 Verkið felst m.a. í almennum snjómokstri í Borgarnesi með þar til gerðu moksturstæki, (með snjóskóflu og/eða snjóplóg/snjótönn). Almennur snjómokstur telst m.a. mokstur gatnakerfis innan þéttbýlismarka Borgarness, bílastæða og aðkomu að ýmsum stofnunum Borgarbyggðar. Einnig felst verkið í brottflutningi á snjó með flutningstæki innan þéttbýlismarka …
255. Fundur sveitastjórnar Borgarbyggðar
255. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, þann 15. ágúst nk., kl.16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 255 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér
Auglýst eftir áhugasömu fjarskiptafélagi vegna lagningar ljósleiðara á Bifröst
Borgarbyggð auglýsir eftir aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratenginu fyrir heimili og fyrirtæki á Bifröst á árunum 2024-2026 eða hafa áhuga á að tengja þau staðföng á Bifröst sem Fjarskiptasjóður metur styrkhæf skv. skilmálum sjóðsins frá 2. júlí 2024 gegn því að þiggja þann styrk sem Fjarskiptasjóður býður. Þau fjarskiptafyrirtæki sem hafa staðfest áform um slíkt eða áhuga …
Unglingalandsmót UMFÍ hefst í Borgarnesi á morgun
Unglingalandsmót UMFÍ 2024 hefst í Borgarnesi á morgun og mun standa yfir verslunarmannahelgina. Mótaskráin er komin út en þar má finna dagskrá mótsins og yfirlit yfir viðburði sem fram fara. Starfsfólk Borgarbyggðar hefur síðustu dagana unnið að undirbúningi, ásamt UMFÍ, UMSB og fjölda sjálfboðaliða. Um 900 ungmenni eru skráð til leiks þannig að von er á þúsundum gesta í Borgarnes. …
Vika í Unglingalandsmót í Borgarnesi
Eftir slétta viku eða 1. ágúst hefst Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. Von er á þúsundum gesta hvaðanæva að af landinu, ungmenni, fjölskyldur og ferðafólk. UMSB er gestgjafi mótsins í góðu samstarfi við Borgarbyggð. Keppt verður í 18 greinum en auk þess verða tónleikar, sýningar, sundlaugarpartý og margt fleira í gangi þar sem öll eru velkomin. Keppni og viðburðir fara ekki …
Viðgerð á Þorsteinsgötu að hefjast
Framundan er viðgerð á Þorsteinsgötu og á hluta af svæði fyrir framan íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Í dag, miðvikudag hefst undirbúningur en vinna mun hefjast að krafti á morgun, fimmtudag við að fræsa og gera við. Á mánudag er síðan áætlað að leggja malbik yfir götuna. Ekki er reiknað með að götunni verði lokað fyrr en kemur að malbikun á mánudag. …