Vorverkin kalla í Borgarbyggð

apríl 15, 2025
Featured image for “Vorverkin kalla í Borgarbyggð”

Vorið er gengið í garð og með hækkandi sól fer landslagið að grænka og verkefnin að hrannast upp. Nú er tilvalinn tími til að huga að tiltekt, snyrtingu lóða og öðrum vorverkum.

Við minnum íbúa á að á vef Borgarbyggðar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um umhverfis- og landbúnaðsmál, reglugerðir og þjónustu sveitarfélagsins. Þar má meðal annars finna upplýsingar um grenndarstöðvar, tæming rotþróa, sorphirðu, garðúrgang og fleira sem gagnast við vorverkin.


Skoðaðu helstu upplýsingar hér

Hnappinn fyrir sorphirðumál og fleira er einnig að finna í flýtileiðum á forsíðu Borgarbyggðar.

Tökum höndum saman og gerum umhverfið okkar hreint og snyrtilegt fyrir sumarið.


Share: