Borgarbraut 55 – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Byggðarráð, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar, samþykkti þann 14. júlí 2022 eftirfarandi tillögu samkvæmt 32. gr. og 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Borgarbraut 55 í Borgarbyggð. Breytingin tekur til hækkaðs nýtingarfalls innan lóðar við Borgarbraut 55 um 0,05 eða úr 0,58 í 0,63. Hækkunin heimilar aukið byggingarmagn um allt að 107 …

Laus störf í frístundarstarfi

Fjölmörg störf eru auglýst laus til umsóknar í Borgarbyggð um þessar mundir fyrir næsta skólaár í frístundarstarfi Borgarbyggðar.

Laust starf skipulagsfulltrúa

Við leitum eftir sérfræðing til þess að taka þátt í að efla þjónustu sveitarfélagsins. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Viðkomandi mun starfa í samræmi við hlutverk skipulagsfulltrúa í skipulagslögum. Auk þess mun viðkomandi hafa eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum og vinna með skipulagsáætlanir.

Viðkomandi mun heyra undir stjórnsýslu- og þjónustusvið Borgarbyggðar, næsti yfirmaður er deildarstjóri skipulags- og byggingarmála.