Vilt þú vera stuðningur við barn?

mars 28, 2023

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar að barngóðum einstaklingum í gefandi starf.

Starfið felst í að veita einstaklingsstuðning við barn. Stuðningstímabilið er mánudaga til fimmtudaga, 3-4 klst. í senn á tímabilinu kl. 16:00 – 20:00. Ýmist er hægt að veita stuðninginn alla fjóra dagana eða hluta þeirra.

Starfið hentar vel sem auka starf með námi eða öðru starfi. Lágmarksaldur er 20 ára. Nánari upplýsingar veitir Elísabet Jónsdóttir í síma 433-7100 og í tölvupósti elisabet.jonsdottir@borgarbyggd.is.


Share: