Þórdís Sif tekur til starfa

Kæru íbúar,
Eftir rúmlega viku í starfi er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til starfsfólks Borgarbyggðar sem gerir þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að starfsemi sveitarfélagsins haldist óskert svo lengi sem kostur er. Þakklæti til fyrirtækja á svæðinu sem aðlaga sig að breyttu umhverfi og bjóða upp á verslun á netinu og heimsendingu og síðast en ekki síst þakklæti til íbúa sem taka ástandinu af stóískri ró, skilningi og samstarfsvilja.

Verk­falls­að­gerðir og áhrif á þjón­ustu Borgarbyggðar

BSRB hefur boðað til verkfallsaðgerða sem munu hefjast að óbreyttu mánudaginn 9. mars náist ekki samningar fyrir þann tíma. Þessi aðgerð hefur í för með sér að félagsmenn innan aðildarfélaga BSRB sem starfa fyrir Borgarbyggð munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag næstkomandi.

Samstarf menntastofnana í Borgarbyggð

Að frumkvæði fræðslunefndar Borgarbyggðar var haldinn sameiginlegur fundur skólastjórnenda og kennara leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, menntskóla og háskóla í Borgarbyggð ásamt Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands í Landnámssetrinu þann 18. febrúar sl.

Verkfæri í hendur kennara

Kennarar í grunnskólum Borgarbyggðar sitja þessa dagana hagnýtt námskeið sem ber heitið Verkfærakistan