Sundlaugar opna á ný

Sundlaugar opna aftur í dag samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á samkomum. Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.

Þetta þýðir auðvitað að eftir langt hlé verður loksins hægt að bjóða gesti aftur velkomna í sundlaugarnar í Borgarbyggð.

Sundlaugin í Borgarnesi á hefðbundnum opnunartíma og sundlaugin á Kleppjárnsreykjum milli 19:00 og 22:00 á fimmtudagskvöldum og 13:00-18:00 á sunnudögum.

Við hlökkum til að sjá ykkur

Vinna hafin við gerð sjálfbærnistefnu fyrir Borgarbyggð

Í sumar fékk Borgnesingurinn Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir, nemi við Háskólann í Groningen í Hollandi, styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna til að gera drög að sjálfbærnistefnu fyrir Borgarbyggð og í beinu framhaldi aðgerðaráætlun fyrir umræddu stefnu

Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði

Í gærmorgun mættu galvösk börn úr 1.bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi í Skallagrímsgarð til þess að kveikja á jólaljósunum á jólatrénu. Vegna aðstæðna var ekki hægt að hafa hefðbundna aðventuhátíð í ár og því ákveðið hafa fámennan viðburð.

Jólatréð kemur úr heimabyggð

Starfsmenn áhaldahússins hafa unnið hörðum höndum við að skreyta jólatréð í ár sem verður líkt og fyrri ár, staðsett í Skallagrímsgarði. Auk þess mun áhaldahúsið skreyta jólatré á Hvanneyri.