Skrifað hefur verið undir nýjan samning við HSS verktak um söfnun dýraleifa á lögbýlum til næstu 12 mánaða. Það var send verðfyrirspurn til nokkurra aðila og í kjölfarið samþykkt að semja við lægstbjóðanda.
Við endurskoðun á yfirstandandi tilraunaverkefni voru gerðar nokkrar breytingar á fyrirkomulaginu.
- Gjaldskráin breytist þannig að öll lögbýli þar sem skráðar eru skepnur skv. upplýsingum frá Búnaðarstofu, greiða grunngjald kr. 25.000 og því til viðbótar bætist við gjald í samræmi við fjölda búfjár á hverju lögbýli, sauðfé, nautgripir, hross og hænsn. Sjá gjaldskrá hér.
- Reynslan sýnir að ekki er möguleiki að sinna öllu sveitarfélaginu á einum degi. Því er gert ráð fyrir því í samningi að yfir veturinn séu dýraleifar sóttar á tveggja vikna fresti, og verktaka heimilt að svæðisskipta sveitarfélaginu eins og best hentar á tímabilinu 1. des – 31. mars.
- Svæðisskipting verður með eftirfarandi hætti: Norðurárdalur, Borgarhreppur og vesturlínan verður tekin aðra vikuna, og aðrir hlutar sveitarfélagsins hina vikuna. Skiptingin tekur gildi 1. febrúar og verður því hirt á fyrrnefnda svæðinu þá viku. Söfnun getur frestast vegna óveðurs eða ófærðar.
- Hirðing fer fram vikulega á tímabilinu 1. apríl – 30. nóvember og þarf að gera ráð fyrir að söfnun taki tvo daga. Þannig hefst söfnun á þriðjudegi og lýkur á miðvikudegi.
- Þjónustupantanir skulu berast gegnum skráningarhnapp á heimasíðu Borgarbyggðar eða með tölvupósti á netfangið dyraleifar@borgarbyggd.is fyrir kl. 8:00 á þriðjudagsmorgni.
- Mikilvægt er að hafa aðgengi að dýraleifum gott og í hæfilega stórum ílátum.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Sigurðsson hjá HSS Verktak í síma. 892-3044 og Hrafnhildur Tryggvadóttir hjá Borgarbyggð s. 433-7100.