Í lok síðasta árs skilaði verkfræðistofan EFLA skýrslu vegna úttektar á neðstu hæð Ráðhússins með það að markmiði að meta núverandi ástand á ytra byrði hússins og kanna innvist, þar á meðal athuga hvort rakavandamál væru til staðar
Endurbygging Hlíðartúnshúsanna á lokastigi
Þau eru falleg gömlu útihúsin við Hlíðartún í Borgarnesi og hafa vakið athygli margra. Þau eru orðin 100 ára og hafa verið í endurbyggingu á vegum Borgarbyggðar síðan á níræðisafmæli sínu árið 2009.
Upplýsingar varðandi hóptíma í sal og líkamsræktarstöðinni
Ákveðið hefur verið rýmka reglur sem gilda fyrir hóptíma í sal. Iðkendur sem skrá sig í hóptíma skuldbinda sig ekki til þess að mæta samfellt í fimm vikur. Nóg er að skrá sig einn tíma í einu en mikilvægt er að skrá sig og er það forsenda fyrir að fá að mæta í umræddan tíma.
Stuðningsfjölskyldur óskast
Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda.
Laus störf í stuðningsþjónustu (liðveislu)
Félagsþjónustan í Borgarbyggð auglýsir eftir einstaklingum til að starfa sem liðveitendur. Við leitum að einstaklingum sem náð hafa 18 ára aldri, óháð kyni.
Hnoðraból opnar á nýjum stað
Á föstudaginn fór fram formleg opnun leikskólans Hnoðrabóls í nýju húsnæði á Kleppjárnsreykjum. Starfsemi leikskólans var á tímabili á tveimur stöðum, á nýja staðnum á Kleppjárnsreykjum og á Grímsstöðum í Reykholtsdal en nú eru allir komnir undir sama þak.
Nýtt þjónustuver og breyttur opnunartími
Frá og með 18. janúar nk. tekur til starfa nýtt þjónustuver Borgarbyggðar.
Föstudagurinn Dimmi 2021 – Upplýsingar og sögur
Þann 15. janúar 2021 verður Föstudagurinn DIMMI haldinn í fimmta skiptið.
Bein útsending frá fundi sveitarstjórnar í fyrsta skipti
Í dag eru merk tímamót í sögu Borgarbyggðar. Streymt verður frá fundi sveitarstjórnar í fyrsta skipti og gefst íbúum og öðrum gestum nú tækifæri til þess að fylgjast með sveitarstjórnarfundum í hljóði og mynd í rauntíma.
Hóptímar hefjast að nýju í íþróttahúsinu
Skipulagðir hóptímar í sal og líkamsræktarstöðinni hefjast að nýju með ströngum skilyrðum. Í hverju hóp mega vera að hámarki 20 manns, á fyrirfram ákveðnum tímum sem ákveðnir eru í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðva. Einkaþjálfarar og viðurkenndir íþróttakennarar sem hafa áhuga á að bjóða upp á slíka tíma skulu hafa samband við forstöðumann fyrir frekari upplýsingar í síma 433-7140.