Göngustígur við Kveldúlfsgötu

maí 10, 2021
Featured image for “Göngustígur við Kveldúlfsgötu”

Nú er aftur að hefjast vinna við göngustíginn meðfram fjörunni við Kveldúlfsgötunni í Borgarnesi. Lokið verður við að keyra efni í stíginn sem lagður var árið 2020, auk þess sem hann verður lengdur um u.þ.b. 100 metra út á Dílatangann.

Ofan á mölina verða lagðar EcoRaster grindur.  

Um er að ræða afturkræfa framkvæmd sem mun bæta aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda  til náttúruupplifunar við Borgarvoginn. 


Share: