Ekki orðið að kæk að kaupa verslanir

„Það er ekki orðið að kæk hjá okkur að kaupa eina verslun á viku, við skulum hafa það á hreinu,” sagði Bjarki Þorsteinsson verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga þegar hann var inntur eftir fréttum af kaupum á Versluninni Tanga í Grundarfirði. Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns var gengið frá kaupum KB á versluninni Grundavali á Akranesi í síðustu viku …

Tónlistarskóli Borgarfjarðar eignast hús

Kaup á nýju húsnæði tónlistarskólans innsigluð. Síðastliðinn föstudag var formlega gengið frá kaupum Tónlistarskóla Borgarfjarðar á nýju húsnæði fyrir skólann af Lyfju hf. Húsið sem um ræðir er að Borgarbraut 49 þar sem Borgarnesapótek var áður til húsa ogskrifstofur Skessuhorns um tíma.Við athöfn í verðandi tónlistarskólahúsi á föstudag lýsti Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans yfir ánægju starfsfólks skólans með að hann …

Nýtt safnaðarheimili Borgarneskirkju vígt

Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason og Kór Borgarneskirkju við athöfnina í nýja safnaðarheimilinu.Að lokinni guðsþjónustu í Borgarneskirkju síðstliðinn sunnudag vígði sóknarpresturinn, Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, nýtt safnaðarheimili kirkjunnar í húsnæði sem kirkjan keypti af Verkalýðsfélagi Borgarness fyrr áárinu. Í ræðu sem formaður sóknarnefndar, Arna Einarsdóttir, flutti við athöfnina kom fram að ekki væri búið að festa niður nýtingu á húsnæðinu í …

Upphafs knattleikja minnst í Sandvíkinni

Það var brosmildur hópur sem minntist upphafs knattleikja á Íslandi í Sandvíkinni þegar söguskiltið var afhjúpað.Fyrstu heimildir um knattleik á Íslandi eru úr Egilssögu. Knattleikir voru karlmannsíþrótt á þeim tíma og oftar en ekki hljóp köppunum kapp í kinn. Fræg er frásögnin í Eglu þegar þeir félagar Þórður frá Granastöðum og Egill háðu kapp við Skallagrím í Sandvíkinni. Þeim leik …

Kristján B Snorrason kjörinn forseti Bridgesambandsins

Kristján B Snorrason nýkjörinn forseti Bridgesambandsins.Kristján Björn Snorrason, útibússtjóri Búnaðarbankans í Borgarnesi, var kjörinn forseti Bridgesambands Íslands á 55. ársþingi sambandsins sem haldið var á sunnudag. Kristján var einn í kjöri og var kosningabaráttan því ekkiátakamikil. Hann þurfti hinsvegar að berjast hart við spilaborðið því um helgina var spilað um Íslandsmeistaratitilinn í einmenningi og þar var Kristján í toppbaráttunni og …

Mikil fjölgun íbúa í Borgarbyggð

Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hefur íbúum Borgarbyggðar fjölgað um 56 á tímabilinu júlí til september. Mikill hluti þessarar fjölgunar er á Bifröst og svæðinu þar í kring. Í heild hefur íbúum Borgarbyggðar fjölgað um 72 á þessu ári sem er tæplega 3% en mjög fá sveitarfélög geta státað af slíkri fólksfjölgun á árinu.   Á Vesturlandi hefur íbúum hins vegar …

Hollvinasamtök Englendingavíkur stofnuð í Borgarnesi

Hluti af gömlu húsunum í EnglendingavíkSíðastliðið mánudagskvöld var haldinn á Hótel Borgarnesi stofnfundur Hollvinasamtaka Englendingavíkur. Samtökin eru stofnuð í framhaldi af því að Borgarbyggð hefur eignast gömlu pakkhúsin 2 í Englendingavík og einnig hefur sveitarfélagið áhuga á að festa kaup á gömlu verslunarhúsunum á sama stað sem voru lengst af í eigu Kaupfélags Borgfirðinga.Á næsta ári eru 150 ár síðan …

Haustnámskeið Mótorsmiðju

  Sex vikna haustnámskeið í Mótorsmiðjunni í gamla hafnarhúsinu í Brákarey er nú langt komið. Góð mæting hefur verið í þetta tómstundatilboð og margir unglingarnir gert góða hluti í bílaviðgerðum og mótorgrúski. Pétur Hannesson er leiðbeinandi í mótorsmiðjunni og vildi hann taka fram að hópurinn í haust væri hörkuduglegur og þar væri eflaust að finna bifvélavirkja framtíðarinnar. Mótorsmiðjan, eitt af …

Landsmóti Samfés í Borgarnesi lokið !

  Vel heppnuðu Landsmóti Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi sem Félagsmiðstöðin Óðal og stjórn nemendafélags G.B. sá um framkvæmd á var slitið í morgun. Hátt í 400 landsmótsgestir héldu sælir og glaðir til síns heima eftir að hafa tekið þátt í skemmtulegu starfi um helgina. Landsmótið var sett á föstudagskvöld með flugeldasýningu á sundlaugardiskóteki í íþróttamiðstöðinni. Á laugardeginum fóru unglingarnir og …

Ógöngur í óveðri

Risjótt tíðarfar hefur sumstaðar gert gangnamönnum lífið leitt á heiðum uppi. Fyrir rúmri viku lentu Þverhlíðingar og Stafholtstungnamenn í slarki á afrétti en þeir þurftu að brjótast gegnum þoku og hríðarbil. Að sögn Sindra Sigurgeirssonar bónda í Bakkakoti komust Stafholtstungnamenn ekki af stað í aðra leit fyrr en um hádegi á laugardag fyrir þoku en að öllu eðlilegu er lagt …