Jólatréssala Brákar

desember 5, 2006
Björgunarsveitin Brák verður að þessu sinni með sína árlegu jólatréssölu í samvinnu við Landnámssetrið í Borgarnesi og verður hún staðsett við húsnæði setursins við Brákarsund. Afgreiðslutími verður sem hér segir:
Sunnudaginn 10.desember verður salan opin frá kl. 13:00 til 18:00.
Föstudaginn 15.desember til föstudagsins 22.desember verður opið frá kl. 13:00 til 18:00.
Á Þorláksmessu 23. desember er opið frá kl. 13:00 til 20:00.
Laugardaginn 9.desember n.k frá klukkan 11:00 til 15:00 munu félagar úr Bjsv. Brák einnig verða í Daníelslundi í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar að velja og fella jólatré. Þennan sama dag verður fjölskyldudagur í Daníelslundi þar sem fjölskyldan getur komið og átt saman skemmtilega stund valið og höggvið sitt eigið jólatré, kakó og fleira góðgæti verður á boðstólum. Ekki er loku fyrir það skotið að jólasveinarnir verði á ferðinni til byggða.
 
 
 

Share: