Jólaljósin tendruð

desember 4, 2006
Fjölmenni var statt á Kveldúlfsvelli í Borgarnesi þegar Marie Tveter og Bjartur Finnbogason nemendur úr Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri tendruðu ljósin á jólatré Borgarbyggðar í gær. Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar flutti ávarp, Freyjukórinn söng og Steinunn Pálsdóttir flutti tónlist ásamt tæplega þrjátíu nemendum sínum úr Laugargerðisskóla. Landflutningar-Samskip lánuðu glæsilegan flutningabíl til að nota sem svið á hátíðinni. Veður var stillt og svalt og sérlega lukku vakti að sveitarfélagið bauð viðstöddum upp á heitt súkkulaði sem nemendur í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi sáu um.
 

Share: