Endurskipulag á stjórnsýslu og markaðs- og kynningarmál

Hólmfríður Sveinsdóttir hefur tekið til starfa sem verkefnisstjóri hjá Borgarbyggð. Helstu verkefni hennar eru endurskipulagning á stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins, markaðs- og kynningarmál, upplýsingamiðlun, atvinnu- og ferðamál. Hólmfríður er í leyfi frá störfum sínum við Háskólann á Bifröst þar sem hún hefur sinnt sérfræðistörfum. Hún er með meistarapróf í evrópskri opinberri stjórnsýslu frá Katholieke Universiteit Leuven og BA próf í …

Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2006

Íþróttamaður ársins verður tilnefndur í fyrsta sinn í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi sunnudaginn 21. janúar n.k. í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi að loknum leik Skallagríms og KR í úrvalsdeildinni. Athöfnin hefst strax að leik loknum eða um kl. 20.30 Það er tómstundanefnd Borgarbyggðar sem hefur veg og vanda að kjöri Íþróttamanns Borgarbyggðar, en það eru deildir og félög í Borgarbyggð sem …

Nýr leikskóli að Uglukletti 1 í Borgarnesi

Frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar Framkvæmdir við leikskólann Uglukletti eru komnar vel á veg en það eru fyrirtækin Nýverk í Borgarnesi og SG-hús á Selfossi sem hafa veg og vanda að sjálfri byggingarframkvæmdinni. Um er að ræða þriggja deilda leikskóla á einni hæð, en alls er húsið 501 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að leikskólinn geti rúmað allt að 70 …

Áætlun 2008 – 2010

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2008- 2010 er komin á vefinn. Um er að ræða svokallaða þriggja ára áætlun.   Áætlunina má finna undir sveitarfélagið og þar undir liðnum tölulegar upplýsingar.  

Menningarverðmæti í Safnahúsi

Eitt safnanna innan Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi er Héraðsskjalasafnið og þar er m.a. mikið ljósmyndasafn með um 5500 gömlum ljósmyndum. Á forsíðu vefs Safnahúss Borgarfjarðar má nú sjá eina slíka, sem tekin hefur verið þegar verið var að kenna sund í Stafholtstungum árið 1929.Sjá www.safnahus.is  

Hægt að senda inn ábendingar

Það er mikilvægt fyrir íbúa sveitarfélagsins að geta látið skoðun sína í ljósi um málefni eins og bygginga- og skipulagsmál, umhverfismál eða nýframkvæmdir. Það er framkvæmdasvið Borgarbyggðar sem fer með þessi mál auk umhverfismála, umferða- og samgöngumála, hreinlætismála, brunavarna/slökkviliðs, landbúnaðarmála, umsýslu með fasteignum í eigu sveitarfélagsins og vinnuskóla.   Framkvæmdasvið vill geta veitt sem besta þjónustu í ofangreindum verkefnum. Liður …

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2007

Fjárhags- og framkvæmda-áætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2007 hefur nú verið lögð fram til kynningar hér á heimasíðunni. Hana má finna undir sveitarfélagið og þar undir tölulegar upplýsingar. Ennfremur má þar sjá greinargerð Lindu Bjarkar Pálsdóttur fjármálastjóra.  

Íris gefur góð ráð á Kleppjárnsreykjum í dag

Íris Grönfeldt íþróttafræðingur mætir og leiðbeinir í tækjasalnum í íþróttamiðstöðinni á Kleppjárnsreykjum frá kl. 15.30 – 17.30 í dag, miðvikudaginn 10. janúar. Mætum öll og fáum æfingaáætlun við hæfi hvers og eins á nýju heilsuræktarári 2007.    

Spennandi störf í boði

Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir leikskólakennurum frá 1. febrúar og út skólaárið. Um er að ræða tvær 100% stöður. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2007. Klettaborg er 4ra deilda leikskóli, staðsettur á tveimur stöðum í Borgarnesi, Borgarbraut 101 og Mávakletti 14. Leikskólinn Klettaborg er gefandi vinnustaður sem leggur megináherslu á samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Nauðsynlegt er …

Frá framkvæmdasviði: holuviðgerðir

Verið er að vinna að þvi að klára holuviðgerðir sem fyrst í Borgarnesi. Veður hefur hinsvegar verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að vera í slíkum viðgerðum. Verktaki er hinsvegar tilbúinn að fara af stað í verkið um leið og tíð leyfir. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem fólk hefur orðið fyrir af þessum völdum.   …