Framkvæmdir við Dalhalla

ágúst 2, 2007
Stígurinn upp Dalhallann í Borgarnesi hefur tekið stakkaskiptum. Vinnuskólinn Borgarbyggðar hefur lagt nýjan stíg efst í hallanum, auk þess sem borið var ofan í eldri stíg og þökulagt samhliða honum. Þá hefur stiginn efst í Dalhallanum (frá Þórólfsgötu) verið mikið endurnýjaður. Á myndinni eru starfsfólk HS Verktaks og Nýverks við smíði og frágang stigans.
 

Share: