Leikskólinn Klettaborg – laus störf

ágúst 16, 2007
Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir leikskólakennara og/eða þroskaþjálfa sem fyrst.
Um er að ræða tvær stöður:
– 100% staða, vinnutími kl. 8.30-17.00 (30 mín. matarhlé) og

  • – 75% staða, vinnutími kl. 11-17.

 
Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli sem leggur megináherslu á samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum.
 
Nánari upplýsingar veita Steinunn Baldursdóttir, leikskólastjóri í síma 437-1425, 860-8588 eða á netfanginu steinunn@borgarbyggd.is.
Til greina kemur að ráða starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.

Share: