Auglýst eftir húsverði

Húsvörður óskast til starfa við Félagsheimilið Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi hinum forna.   Starfið felur m.a. í sér þrif, eftirlit og umsjón með þeim rekstri sem fram fer í húsinu. Laun eru greidd skv. unnum tímum að viðbættri fastri grunngreiðslu. Einnig er greitt fyrir ekna kílómetra. Umsóknir berist til formanns húsnefndar, Ólafs Sigvaldasonar, Brúnarhrauni, 311 Borgarnesi, fyrir 15. mars n.k. Nánari …

Úrbætur í fráveitumálum í Borgarnesi

HreinsistöðMiklar úrbætur verða gerðar í fráveitumálum Borgarness á næstu árum. Við lok framkvæmda árið 2009 mun dagleg losun um núverandi útrásir bæjarins heyra sögunni til, hreinsistöð í Brákarey verða tekin í notkun og mikilli uppbyggingu á ræsum og dælustöðvum verða lokið. Hér er um að ræða gjörbyltingu í umhverfismálum bæjarins. Þann 1. janúar 2006 tók Orkuveita Reykjavíkur við rekstri og …

Fjögur tonn af rafgeymum í óreiðu

Formaður umhverfisnefndar, Björk Harðardóttir og umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar, Björg Gunnarsdóttir, skoðuðu allar gámastöðvar sveitarfélagsins í síðustu viku.   Ástæða ferðarinnar var vilji sveitarstjórnar til að bæta skipulag og frágang gámasvæða í sveitarfélaginu. Athygli vakti að töluvert var um rafgeyma á flestum svæðanna. Gámaþjónustu Vesturlands var strax tilkynnt um þetta og hóf starfsmaður frá þeim þá þegar hreinsun. Þegar þetta er skrifað …

Góður fundur um atvinnu- og markaðsmál

Atvinnu- og markaðsnefnd Borgarbyggðar hélt opinn hádegisverðarfund á Hótel Hamri í gær. Yfirskriftin var ,,atvinnu- og markaðsmál í Borgarbyggð”. Tæplega fjörutíu manns mættu á fundinn og sköpuðust þar góðar umræður.   Þór Þorsteinsson, formaður atvinnu- og markaðsnefndar hóf fundinn á því að kynna nefndina og verkefni hennar. Þá tók Hólmfríður Sveinsdóttir við og stýrði almennum umræðum um atvinnu- og markaðsmál …

Staða skipulagsmála 28. febrúar

Eins og fram kom í frétt hér á síðunni fyrr í febrúar setur framkvæmdasvið nú reglubundið yfirlit um stöðu skipulagsmála í sveitarfélaginu á heimasíðuna. Fyrsta yfirlitið var birt í byrjun febrúar og nú má sjá stöðu mála um mánaðamótin febrúar/mars hér.   Mikil gróska er nú í framkvæmdum í sveitarfélaginu og sem dæmi um það má nefna að talsvert á …

Breyting á svæðisskipulagi og deiliskipulag í landi Ness

Auglýst er tillaga um breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 og deiliskipulag í landi Ness í Reykholtsdal. A: Breyting á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar1997-2017   Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir skv.2.mgr.14.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á ofangreindu svæðisskipulagi. Tillaga að breytingu felst í að landbúnaðarland á jörðinni Nes í Reykholtsdal er tekið undir golfvöll, þrjár frístundalóðir …

Breyting á svæðisskipulagi og deiliskipulag í landi Húsafells

Tillaga um breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 og deiliskipulag í landi Húsafells III í Hálsasveit. A: Breyting á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar1997-2017.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir skv.2.mgr.14.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á ofangreindu svæðisskipulagi. Tillaga að breytingu felst að svæði fyrir frístundabyggð norðan Hálsasveitarvegar á jörðinni Húsafelli, er stækkað til austurs um u.þ.b …

Húsverndunarsjóður auglýsir

Borgarkirkja – Ljósm.: RSStjórn Húsaverndunarsjóðs Borgarbyggðar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2007.   Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Borgarbyggð sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningasögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss eða mannvirkis og í samræmi við sjónarmið …

Menningarráð Vesturlands – styrkveitingar 2007

Menningarráð Vesturlands hefur veitt styrki fyrir 23 milljónir króna til menningarverkefna á Vesturlandi. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn s.l. fimmtudag á safnasvæðinu að Görðum á Akranesi og það var samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, sem það gerði.   Styrkt voru ýmis áhugaverð verkefni sem einstaklingar, félagasamtök og stofnanir á Vesturlandi standa fyrir. Hér á eftir fer listi yfir þau verkefni sem …

Breyting á aðalskipulagi – Brákarey í Borgarnesi

Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, Brákarey og deiliskipulag Brákarey, hafnarsvæði og lóð undir hreinsistöð fráveituvatns. A: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, Brákarey-breytt landnotkun. Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017 samkvæmt 1.mgr.21.gr skipulags og byggingarlaga nr.73/1997. Um er að ræða tillögu að breyttri landnotkun. Núverandi landnotkun eyjarinnar samkvæmt gildandi aðalskipulagi er …