Breytt gjaldskrá fyrir nemendur í skólaskjóli

september 10, 2007
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt nýja gjaldskrá sem gildir fyrir skólaskjól við Grunnskólann í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri frá og með þessu skólaári.
Helstu breytingar felast í því að sérstaklega verður innheimt fyrir síðdegishressingu, en fram til þessa hefur hún verið innifalin í dvalargjaldi. Dvalargjald lækkar þess í stað örlítið.
Breyting gjaldskrárinnar er liður í breytingum á rekstri skjólsins og aukningu þjónustunnar.
Ný gjaldskrá gildir frá og með upphafi skólaárs haustið 2007. Tímagjald fyrir vistun verður 165 kr./klst. og gjald fyrir síðdegishressingu verður 75 krónur.
Reglur um skólaskjólið í Borgarnesi eru í vinnslu og verða birtar hér á vefnum fljótlega.
Nánari upplýsingar um skólaskjól grunnskólanna veita Gunnhildur Harðardóttir forstöðumaður í Borgarnesi (s. 437-2035) og Ástríður Einarsdóttir deildarstjóri á Hvanneyri (s. 437-0009).
 
Á myndinni má sjá börn að leik á Hvanneyri (Mynd: Jökull Helgason, 2007)
 

Share: