Starfsmaður óskast við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

september 12, 2007
Kvenkyns starfsmaður óskast við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. október. Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, þrifum, afgreiðslu ofl.
Starfsmaður þarf að hafa ríka þjónustulund, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilnings á íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og vera kvenkyns.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga. Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi standist hæfnispróf sundstaða. Vinnustaðurinn er reyklaus.
Umsóknareyðublöð er hægt að fá í afgreiðslu Ráðhúss Borgarbyggðar við Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Nánari upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á skrifstofu sinni eða í síma 433-7100. Einnig er hægt að senda umsókn á netfangið indridi@borgarbyggd.is . Í umsóknarbréfinu þarf að koma fram nafn, kennitala, menntun, meðmælendur og fyrri störf umsækjanda.
Umsóknarfrestur er til 25. september 2007.
 
Myndin sýnir börn á sundnámskeiði í Borgarnesi vorið 2004.

Share: