Lóðaúthlutun í Borgarbyggð.

september 11, 2007
Frestur til að sækja um lóðir í Bjargslandi II og Flatahverfi á Hvanneyri rann út þann 7. september. Af fjölda umsókna má álykta að þörf á nýjum byggingalóðum hafi verið orðin töluverð.
Sótt var um allar þær lóðir sem auglýstar voru. Umsóknir voru bæði frá einstaklingum og frá aðilum í byggingariðnaðinum. Í þeim tilvikum sem fleiri en einn umsækjandi er um lóð verður dregið um hver hlýtur lóðina. Stefnt er að því að dregið verði á fundi byggðarráðs miðvikudaginn 19. september. Að því loknu verður öllum umsóknum svarað.
 
(Mynd: Ragnheiður Stefánsdóttir)

Share: