Molda á Hvanneyri 10 ára – Hún lengi lifi!

september 13, 2007
Jarðgerðarílátið á Hvanneyri, sem gengur undir nafninu Molda, hefur í 10 ár búið til mold úr matarúrgangi Hvanneyringa. Síðastliðið vor var hún flutt úr gróðurhúsinu sem hún hefur staðið í frá upphafi í bætta aðstöðu í Þórulág. Nýja húsnæðið í Þórulág er nýuppgert og er aðstaða þar til meðhöndlunar moltu öll hin besta.
Á leið sinni milli húsa fékk Molda að koma við í Bútæknihúsinu, þar sem gert var við hana. Hún þrifin og smurð enda orðin þörf á að fara yfir allt gangvirki hennar. Þetta glæsilega framtak má þakka starfsmönnum rekstrar- og þjónustusviðs Landbúnaðarháskóla Íslands.
 
Samningur var gerður milli Borgarfjarðarsveitar og Landbúnaðarháskólans árið 1999 um söfnun lífræns heimilisúrgangs á Hvanneyri og jarðgerð hans í Moldu. Unnið er að endurnýjun þess samnings enda reynslan af samstarfinu góð. Húsnæðið verður formlega tekið í notkun við undirritun þess samnings.
 
Myndirnar teknar í og við nýja húsnæðið í Þórulág af Friðriki Aspelund

Share: