Íbúar Borgarbyggðar ættu að hafa fengið fréttabréf Tónlistaskólans til sín í gær, 14. ágúst. Þar er að finna fréttir af starfsemi skólans fyrir komandi vetur. Upplýsingar um innritun, kennslugreinar, kennara og fleira. Fréttabréfið má nálgast á rafrænu formi hér.
Leikskólinn Ugluklettur opnaði í dag
Leikskólinn Ugluklettur tekur til starfa í dag, 14. ágúst, þegar fyrstu nemendur skólans mættu. Nýi skólinn er þriggja deilda og getur rúmað allt að 70 börn samtímis. Stærð skólans er 501 m² auk 8.256 m² lóðar. Framkvæmdir við skólann hófust í byrjun desember á sl. ári og lauk nú um miðjan ágúst. Byggingarframkvæmdir við húsið stóðu yfir í um átta …
Grunnskóli Borgarness óskar eftir umsjónarkennara
Grunnskólinn í Borgarnesi óskar eftir umsjónarkennara til starfa nú þegar í yngri deild skólans (fámennur umsjónarhópur). Borgarbyggð er sveitarfélag í örum vexti og þar sem unnið er að mörgum spennandi verkefnum. Áhugasamir hafi samband við skólastjóra í síma 437-1229 / 898-4569 (kristgis@grunnborg.is) eða aðstoðarskólastjóra í síma 437-1229 (hilmara@grunnborg.is). Vefur skólans er www.grunnborg.is. Ljósmynd: Þorgerður Gunnarsdóttir.
Kennara vantar við Varmalandsskóla
Varmalandsskóli leitar að kennurum í almenna kennslu og heimilisfræðikennslu frá upphafi skólaársins 2007-2008. Í Varmalandsskóla eru um 150 nemendur. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi um 90 km frá Reykjavík, miðja vegu milli Borgarness og Bifrastar. Starfsemi skólans einkennist af metnaðarfullu og framsæknu skólastarfi, með einkunnarorð skólans gleði, heilbrigði og árangur að leiðarljósi. Varmalandsskóli óskar eftir kraftmiklum og drífandi kennurum …
Vinnuskólanum slitið
Vinnuskóla Borgarbyggðar lauk með miklu húllumhæ á föstudaginn fyrir viku. Síðasta deginum var varið á golfvellinum á Hamri, en fjórir strákar úr vinnuskólanum hafa verið þar við störf í sumar. Þeir tóku að sér að skipuleggja ratleik, púttkeppni og fleira skemmtilegt á lokadeginum fyrir félaga sína úr vinnuskólanum. Þó að mestum tíma unglinganna í vinnuskólanum hafi verið varið í að …
Framkvæmdir við Dalhalla
Stígurinn upp Dalhallann í Borgarnesi hefur tekið stakkaskiptum. Vinnuskólinn Borgarbyggðar hefur lagt nýjan stíg efst í hallanum, auk þess sem borið var ofan í eldri stíg og þökulagt samhliða honum. Þá hefur stiginn efst í Dalhallanum (frá Þórólfsgötu) verið mikið endurnýjaður. Á myndinni eru starfsfólk HS Verktaks og Nýverks við smíði og frágang stigans.
Starf skólastjóra Laugargerðisskóla
Vegna veikinda er auglýst eftir skólastjóra Laugargerðisskóla. Eins og gefur að skilja þarf viðkomandi að hefja störf sem allra fyrst og umsóknafrestur stuttur, eða til föstudagsins 10. ágúst n.k. Laugargerðisskólinn er staðsettur á Snæfellsnesi. Í skólanum eru um 50 börn úr Eyja- og Miklaholtshreppi og fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og er þeim að mestu kennt í 4 bekkjardeildum. Við skólann er starfræktur …
Dýrin í Hálsaskógi í Skallagrímsgarði
Leikhópurinn Lotta fer nú um landið með sýningu sýna Dýrin í Hálsaskógi. Þriðjudaginn 7. ágúst er röðin komin að Borgarnesi. Sýnt verður í Skallagrímsgarði og hefst sýningin kl. 18.00. Sýningin er rúmlega klukkutími að lengd, full af glensi og fjöri fyrir alla fjölskylduna. Í uppsetningu Lottu eru dýrin í sínu rétta umhverfi og óhætt er að fullyrða að Skallagrímsgarður henti …
Samþykktir og reglur
Hér á vef Borgarbyggðar er að finna samþykktir og reglur sem í gildi eru í sveitarfélaginu, flokkaðar eftir sviðum. Með því að hafa þær allar á einum stað er vonast til að þær séu sem aðgengilegastar fyrir íbúana. Ef lesendur vefsins sakna einhverra upplýsinga þá væri velþegið að fá orðsendingu um það á netfangið vefumsjon@borgarbyggd.is.
Grunnskóli Borgarfjarðar óskar eftir starfsfólki
Grunnskóli Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum óskar eftir umsjónarkennara á unglingastigi, með áherslu á íslenskukennslu. Einnig vantar smíðakennara í hlutastarf. Við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri er óskað eftir þroskaþjálfara eða kennara. Þá er starf í skólaseli og aðstoðarmanns í mötuneyti (80-100%) á Hvanneyri laust til umsóknar. Upplýsingar veitir Guðlaugur Óskarsson skólastjóri í síma 435-1171, 861-5071 eða á netfangið gudlaugur@gbf.is. Upplýsingar um skólann …