Breyting á álagningu fasteignagjalda 2008

janúar 30, 2008
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 16. janúar síðastliðinn að lækka álagningu fasteignagjalda vegna atvinnuhúsnæðis. Eftir breytingu verður hlutfall fasteignaskatts í c-flokki 1,40%. Hér má nálgast endurnýjað skjal varðandi reglur um álagningu fasteignagjalda. Einnig er skjalið ávallt aðgengilegt á heimasíðunni undir ,,stjórnsýsla” og liðnum gjaldskrár (sjá hér).
Myndin er tekin í vetrarríkinu við Langá fyrir skömmu af Hrefnu Rún Gunnarsdóttur Malmberg

Share: