
Gamanóperan Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss gerist í Ungverjalandi og Vínarborg og fjallar um samskipti sígaunanna við svínabónda nokkurn og hans fólk, ástir þeirra og örlög. Sýningin samanstendur af söng og tali og úr þessu verður hin skemmtilegasta flétta. Þessi sýning ætti að höfða til flestra, tónlistin er í senn fjörug fyndin og falleg.
Frumsýnt verður fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20:00.
Laugardaginn 9. febrúar kl. 20:00 verður önnur sýning og
sunnudaginn 10. febrúar þriðja sýning.
Miðapantanir eru í síma 437 1598 og á netfangið: tskb@simnet.is