Eins og sagt hefur verið frá í síðasta fréttabréfi Borgarbyggðar, hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á starfsmannaeldhúsi skólans. Sett hefur verið upp ný eldhúsinnrétting, ný gólfefni, lýsing ofl. Þessi nýja aðstaða mun bæta aðbúnað fyrir starfsfólks skólans og ekki hvað síst vinnuaðstöðu matráðs í eldhúsinu sjálfu. Jökull Helgason Verkefnisstjóri framkvæmdasviðs Ljósmynd JH
Jónas Ingimundarson leikur í Borgarneskirkju
Jónas Ingimundarson heimsækir Borgarfjörð á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar næstkomandi föstudag, 24. ágúst. Hann leikur á tónleikum í Borgarneskirkju; þrjár merkar og vinsælar píanósónötur Beethovens: Pathetique, Appassionata og Tunglskinssónötuna. Jónas þarf ekki að kynna, hann er meðal færustu pianóleikara þjóðarinnar og er þekktur fyrir fallega og vandaða túlkun sína á sígildri píanótónlist. Hann hefur ávallt lagt mikið upp úr því að …
Menntaskóli Borgarfjarðar settur
Miðvikudaginn 22. ágúst var Menntaskóli Borgarfjarðar settur í fyrsta sinn. Athöfnin fór fram í Skallagrímsgarði að viðstöddu fjölmenni. Ávörp fluttu Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar, Torfi Jóhannesson formaður stjórnar skólans og Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri sem afhenti væntanlegu nemendafélagi skólans peningagjöf sem notast á til að koma félaginu á fót. Ársæll Guðmundsson skólameistari flutti setningarræðu og bauð nemendur og starfsfólk velkomið í …
Metfjöldi í lesningu heimasíðu
Mælingar sýna að heimasíða Borgarbyggðar hafi verið skoðuð í 370 tölvum í gær, þriðjudaginn 21. ágúst. Innlit á síðuna voru alls 519 talsins. Þetta er mesti fjöldi frá upphafi, en síðan hefur verið í sókn allt síðan henni var gjörbreytt og skipaður sérstakur umsjónarmaður hennar í október 2006. Sem dæmi um aukninguna má nefna að fjöldi tölva sambærilegan dag …
Menning í Borgarbyggð
Menningarnefnd Borgarbyggðar vinnur nú að gerð menningarstefnu sveitarfélagsins. Verkið er langt komið og hefur nefndin notið krafta ýmissa aðila í héraði við mótun stefnunnar. Fyrirliggjandi drög verða lögð fram til kynningar á íbúafundi fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20.00 í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi. Kynningin fer fram með menningarlegu ívafi með dyggri aðstoð Þorvaldar Jónssonar í Brekkukoti. …
AUGLÝSING UM ÚTHLUTUN LÓÐA BIRTIST Á MORGUN, MIÐVIKUDAG
Á morgun, miðvikudaginn 22. ágúst birtist auglýsing um lóðaúthlutun á byggingarlóðum í Borgarnesi og á Hvanneyri. Til hægri á forsíðunni mun verða settur flipi og ef smellt er á hann koma allar upplýsingar fram um úthlutunina.
Orgel fært byggðasafninu að gjöf
Byggðasafni Borgarfjarðar barst góð gjöf nýverið þegar Gunnar Bernburg hljómlistarmaður gaf þangað orgel sem að öllum líkindum er upprunalega frá Borg á Mýrum. Kirkjan á Borg var byggð árið 1881 og strax árið 1887 var stórt harmonium orgel keypt. Eitthvað hafa menn misreiknað stærð kirkjunnar eða orgelsins því það komst ekki fyrir á loftinu og þurfti því að breyta …
Fréttabréf Borgarbyggðar 2007
Fréttabréf Borgarbyggðar verður borið í hús í dag. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta því fjórða tölublað ársins. Þar kennir ýmissa grasa; greint er frá því að niðurstöður úr þjónustukönnun liggi fyrir, sagt frá lóðaúthlutun í Bjargslandi og á Hvanneyri, Vistvernd í verki er kynnt og fleira og fleira. Guðbrandur á Staðarhrauni er “fréttaritari úr sveitinni” og …
Þjónustukönnun Borgarbyggðar
Niðurstöður úr þjónustukönnun fyrir Borgarbyggð liggja nú fyrir. Markmið var að kanna þjónustu og fleiri þætti varðandi búsetu í Borgarbyggð. Það var Capacent Gallup sem gerði könnunina fyrir sveitarfélagið, en fyrirtækið hefur gert sambærilegar kannanir í öðrum sveitarfélögum sem auðveldar samanburð. Spurt var um flesta þjónustuþætti og niðurstöðurnar eftir því margvíslegar. Sumir þættir koma afar vel út en aðra þarf …
Leikskólinn Klettaborg – laus störf
Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir leikskólakennara og/eða þroskaþjálfa sem fyrst. Um er að ræða tvær stöður: – 100% staða, vinnutími kl. 8.30-17.00 (30 mín. matarhlé) og – 75% staða, vinnutími kl. 11-17. Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli sem leggur megináherslu á samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir færni í mannlegum …